AÐ HRUNI KOMINN Október 2008
Ágætu færeysku frændur,
nú finn ég að sálin mín hlær.
Fyrst var ég reisninni rændur
svo rættist einn draumur í gær,
ég frétti af láni frá frændunum bestu
sem færa nú þjóð minni hlýjuna mestu,
þá ást sem er okkur svo kær.
.......
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
Ég horfði á viðtal við Björgúld Thor Björgúlfsson í Kompási. Hef
aldrei séð annan eins hrylling. Botnlaus ósvífni frá upphafi til
enda. Get ég komið með peninga? Nei, svaraði hann sjálfum
sér. Er sagður einn af ríkustu mönnum heims. Sölsaði undir sig
eignir í miðborg Reykjavíkur í blóra við almenning og hefur hreykt
sér um allan heim á kostnað Íslendinga og þykist nú þess umkominn
að...hann ætlaðist til þess að Seðlabankinn og ríkisstjórn
Íslands hlýddu honum. Ég hef ekki séð bent á þetta fyrr: Að hann
lofaði Bretum 500 milljónum evra frá Íslendingum. Hann
semsé lofaði þessu án umboðs frá nokkrum manni. Það var loforð
Björgúlfs Thors sem gerði Brown brjálaðan þannig að hann beitti
hryðuverkalögum á Íslendinga. Og hann segir: Það höfðu verið
byggðar upp væntingar hjá Bretum og ég skil vel að þeir yrðu
æfir...
Sigurður Bjarnason
Lesa meira
Afar merkilegt viðtal við þig og Pétur Blöndal í Mannamáli á
Stöð 2 um síðustu helgi og var ekki að heyra annað en að Pétur ætli
ekki sem formaður aðalnefndar Alþingis að skrifa upp á ánauð á
þjóðina vegna erlendra reikninga og verður því þungur róður að ná
þessu í gegn en samkvæmt lögum má aðeins greiða úr þessum
tryggingasjóði með 19 milljarða höfuðstól og ekkert annað. Það er
því með öllu óvíst hvort að aðrir greiðasamningar til að halda
andlitinu út á við haldi vatni en Ríkið hefur hingað til ekki
greitt neinar skaðabætur hvorki vegna ábyrgða né slysa nema með
dómum Hæstaréttar. Fjármálaráðherra þarf að mínu mati að hafa snör
handtök í sínu ráðuneyti til ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Góð og nauðsynleg heimasíða. Það er erfitt að tjá sig um
öldurótið, sem núna gengur yfir en get bara sagt það að allir eiga
að koma með hugmyndir og það á ekkert að liggja í kyrrþey. Öll mál,
þægileg og óþægileg eiga að koma upp á borðið....
Kveðja,
Friðrik
Lesa meira
...Samkvæmt greiningu Financical Times og öðrum haldbærum
upplýsingum má benda fingri á sökudólgana, þá sem hafa komið
þjóðarskútunni í strand. Við nánari skoðun er ekki hægt að kenna
bönkunum um. Ekki heldur eftirlitsaðilum því öll viðspyrna þeirra
var stöðvuð í fæðingu svo skútan ruggaði ekki um of. Ábyrgðin
liggur ekki heldur hjá kónginum í Seðlabanka, ekki beint. Að vísu
hefur sá aulabárður kostað Íslendinga æruna og kannski hundruði
milljarða með röngum ákvörðunum og heimskulegu blaðri. Kóngurinn
ber ekki raunverulega ábyrgð heldur þeir sem ...
Einar
Lesa meira
Hvernig er hægt að láta það gerast að það verði boðaðar
þingkosnigar sem fyrst? Finnst þér VG tilbúið í þann slag að það
verði boðaðar þingkosnigar fljótlega? ...
Ásdís
Lesa meira
Nú er orðið nokkuð dimmt
nú er snjór að falla.
Guð ég vona að getum skrimt
og gildi fyrir alla.
....
Steingrímur
Lesa meira
Hún Harpa ritaði á heimasíðuna þína um karla og konur í
valdastöðum og ég er að vissu marki sammála henni. Mér finnst það
fullkomlega óintressant hvort einhver er með 1700 þúsund á mánuði
eða 1900 þúsund, og í raun móðgun við fólk að jafnréttisbaráttan
snúist um hvort karl eða kona fái meiri ofurlaun. Hins vegar held
ég að það sé aldrei mikilvægara en núna að láta jafnréttiskröfuna
hljóma. Við sjáum það alls staðar í samfélaginu að konum er sópað
til hliðar í umræðunni - nú er komið að alvöru málsins og konur
eiga ekkert erindi við háborðið. Rödd kvenna heyrait varla í
umræðuþáttum lengur og ríkisstjórnin brýtur jafnréttislög
samviskusamlega á hverjum einasta degi við ...
Drífa
Lesa meira
...Er það styrkur fyrir jafnréttisbaráttuna að Valgerður
Sverrisdóttir eða Margrét Thatcher hafi gegnt valdastöðum?Hverju
breytir það að Ingibjörg Sólrún er kona? Ég er jafn ósátt við
skoðanir hennar og væri hún karl. Í pólitísku tilliti á ég ekkert
sameiginlegt með Ástu Möller, Ingibjörgu Sólrúnu, eða Valgerði
Sverrisdóttur frekar en þú með Geir Haarde, Davíð Oddsyni eða
Bjarna Benediktssyni. Ég er ekki þeirrar skoðunar að þótt við
konurnar höfum ekki haft sömu tækifæri og þið karlarnir til þess að
setja mark okkar á valdakerfi og viðskiptalíf landsins á
undanförnum árum séum við þar með ...
Harpa
Lesa meira
...Í staðinn fyrir að láta staðar numið, læra af reynslunni og
sjá að sér, og fara ekki lengra út í síki einkavæðingarinnar og
græðginnar, þá skal halda áfram upp fyrir haus út í forina. Það er
ekki nóg að gera islensku þjóðina gjaldþrota og gera okkur og niðja
þræla erlendra ríkja, það skal halda áfram í óþjóðlegri
glæpamennskunni. Í staðin fyrir að frysta eignir meintra
fjárglæframannanna og banna þeim burtfararleyfi, ef ekki að setja
þá í stofufangelsi; að heimta sem frumskilyrði að
allar eignir og sjóðir þeirra hérlendis og erlendis verði teknir
til að greiða uppí hræðilegar skuldir vegna þeirra athæfa bæði
innanlands og erlendis, þá eru menn að ræða hvernig við getum
fengið stórlán til að greiða það sem við sem þjóð skuldum ekki, og
að ...
Úlfur
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum