AÐ HRUNI KOMINN Október 2008
Ágætu færeysku frændur,
nú finn ég að sálin mín hlær.
Fyrst var ég reisninni rændur
svo rættist einn draumur í gær,
ég frétti af láni frá frændunum bestu
sem færa nú þjóð minni hlýjuna mestu,
þá ást sem er okkur svo kær.
.......
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
Ég horfði á viðtal við Björgúld Thor Björgúlfsson í Kompási. Hef
aldrei séð annan eins hrylling. Botnlaus ósvífni frá upphafi til
enda. Get ég komið með peninga? Nei, svaraði hann sjálfum
sér. Er sagður einn af ríkustu mönnum heims. Sölsaði undir sig
eignir í miðborg Reykjavíkur í blóra við almenning og hefur hreykt
sér um allan heim á kostnað Íslendinga og þykist nú þess umkominn
að...hann ætlaðist til þess að Seðlabankinn og ríkisstjórn
Íslands hlýddu honum. Ég hef ekki séð bent á þetta fyrr: Að hann
lofaði Bretum 500 milljónum evra frá Íslendingum. Hann
semsé lofaði þessu án umboðs frá nokkrum manni. Það var loforð
Björgúlfs Thors sem gerði Brown brjálaðan þannig að hann beitti
hryðuverkalögum á Íslendinga. Og hann segir: Það höfðu verið
byggðar upp væntingar hjá Bretum og ég skil vel að þeir yrðu
æfir...
Sigurður Bjarnason
Lesa meira
Afar merkilegt viðtal við þig og Pétur Blöndal í Mannamáli á
Stöð 2 um síðustu helgi og var ekki að heyra annað en að Pétur ætli
ekki sem formaður aðalnefndar Alþingis að skrifa upp á ánauð á
þjóðina vegna erlendra reikninga og verður því þungur róður að ná
þessu í gegn en samkvæmt lögum má aðeins greiða úr þessum
tryggingasjóði með 19 milljarða höfuðstól og ekkert annað. Það er
því með öllu óvíst hvort að aðrir greiðasamningar til að halda
andlitinu út á við haldi vatni en Ríkið hefur hingað til ekki
greitt neinar skaðabætur hvorki vegna ábyrgða né slysa nema með
dómum Hæstaréttar. Fjármálaráðherra þarf að mínu mati að hafa snör
handtök í sínu ráðuneyti til ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Góð og nauðsynleg heimasíða. Það er erfitt að tjá sig um
öldurótið, sem núna gengur yfir en get bara sagt það að allir eiga
að koma með hugmyndir og það á ekkert að liggja í kyrrþey. Öll mál,
þægileg og óþægileg eiga að koma upp á borðið....
Kveðja,
Friðrik
Lesa meira
...Samkvæmt greiningu Financical Times og öðrum haldbærum
upplýsingum má benda fingri á sökudólgana, þá sem hafa komið
þjóðarskútunni í strand. Við nánari skoðun er ekki hægt að kenna
bönkunum um. Ekki heldur eftirlitsaðilum því öll viðspyrna þeirra
var stöðvuð í fæðingu svo skútan ruggaði ekki um of. Ábyrgðin
liggur ekki heldur hjá kónginum í Seðlabanka, ekki beint. Að vísu
hefur sá aulabárður kostað Íslendinga æruna og kannski hundruði
milljarða með röngum ákvörðunum og heimskulegu blaðri. Kóngurinn
ber ekki raunverulega ábyrgð heldur þeir sem ...
Einar
Lesa meira
Hvernig er hægt að láta það gerast að það verði boðaðar
þingkosnigar sem fyrst? Finnst þér VG tilbúið í þann slag að það
verði boðaðar þingkosnigar fljótlega? ...
Ásdís
Lesa meira
Nú er orðið nokkuð dimmt
nú er snjór að falla.
Guð ég vona að getum skrimt
og gildi fyrir alla.
....
Steingrímur
Lesa meira
Hún Harpa ritaði á heimasíðuna þína um karla og konur í
valdastöðum og ég er að vissu marki sammála henni. Mér finnst það
fullkomlega óintressant hvort einhver er með 1700 þúsund á mánuði
eða 1900 þúsund, og í raun móðgun við fólk að jafnréttisbaráttan
snúist um hvort karl eða kona fái meiri ofurlaun. Hins vegar held
ég að það sé aldrei mikilvægara en núna að láta jafnréttiskröfuna
hljóma. Við sjáum það alls staðar í samfélaginu að konum er sópað
til hliðar í umræðunni - nú er komið að alvöru málsins og konur
eiga ekkert erindi við háborðið. Rödd kvenna heyrait varla í
umræðuþáttum lengur og ríkisstjórnin brýtur jafnréttislög
samviskusamlega á hverjum einasta degi við ...
Drífa
Lesa meira
...Er það styrkur fyrir jafnréttisbaráttuna að Valgerður
Sverrisdóttir eða Margrét Thatcher hafi gegnt valdastöðum?Hverju
breytir það að Ingibjörg Sólrún er kona? Ég er jafn ósátt við
skoðanir hennar og væri hún karl. Í pólitísku tilliti á ég ekkert
sameiginlegt með Ástu Möller, Ingibjörgu Sólrúnu, eða Valgerði
Sverrisdóttur frekar en þú með Geir Haarde, Davíð Oddsyni eða
Bjarna Benediktssyni. Ég er ekki þeirrar skoðunar að þótt við
konurnar höfum ekki haft sömu tækifæri og þið karlarnir til þess að
setja mark okkar á valdakerfi og viðskiptalíf landsins á
undanförnum árum séum við þar með ...
Harpa
Lesa meira
...Í staðinn fyrir að láta staðar numið, læra af reynslunni og
sjá að sér, og fara ekki lengra út í síki einkavæðingarinnar og
græðginnar, þá skal halda áfram upp fyrir haus út í forina. Það er
ekki nóg að gera islensku þjóðina gjaldþrota og gera okkur og niðja
þræla erlendra ríkja, það skal halda áfram í óþjóðlegri
glæpamennskunni. Í staðin fyrir að frysta eignir meintra
fjárglæframannanna og banna þeim burtfararleyfi, ef ekki að setja
þá í stofufangelsi; að heimta sem frumskilyrði að
allar eignir og sjóðir þeirra hérlendis og erlendis verði teknir
til að greiða uppí hræðilegar skuldir vegna þeirra athæfa bæði
innanlands og erlendis, þá eru menn að ræða hvernig við getum
fengið stórlán til að greiða það sem við sem þjóð skuldum ekki, og
að ...
Úlfur
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum