AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2008
...Það vakti sérstaka athygli mína, frétt á mbl.is, þar sem fram
kemur að Steingrímur J. tók upp á Evrópuróðsþinginu, beitingu Breta
á hryðjuverkalöggjöf gegn Landsbankanum í Bretlandi. Segir þetta
ekki nokkuð um röggsemi stjórnvalda yfirleitt, er ekki Guðfinna
Bjarnadóttir formaður íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins? Ellert
Schram varaformaður?
Gísli Árnason
Lesa meira
DV greindi frá því á dögunum að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins
hefðu fengið nudd í vinnunni í byrjun október, á þeim dögum þegar
bankarnir hrundu hver á fætur öðrum. Ástæðan var sú, að sögn
talsmanns FME, að starfsmennirnir hefðu unnið nótt sem nýtan dag
vegna þeirra aðstæðna sem komið höfðu upp á fjármálamarkaði.En
spyrja má; hefði ekki átt að bjóða upp á þessa þjónustu fyrr, 5-10
mínútna axlanudd á dag, ef það hefði mátt verða til þess að
Fjármálaeftirlitið sinnti betur þeim verkefnum sem
því bar fyrir hrunið...
Þjóðólfur
Lesa meira
...Bið þig um birtingu á þessu bréfi á þinni heimasíðu fyrir
aðra VG. Núna stend ég flokkslaus á krossgötum að íhuga hvar ég
leiti skjóls og fylgdist því með utandagskrárumræðum á Alþingi í
gær. Ég verð bara að segja það hreint út að ég tel VG hafa tapað
fylgi hjá almenningi vegna ofstækis og í sumum tilfellum
óafsakanlegs munnsöfnuðar formanns flokksins Steingríms J og
Ögmundar Jónassonar og efni þeirra farið ofangarð og neðan fyrir þá
háttsemi. Ég mundi hreinlega krefjast þess af mínum forystumönnum
að ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Ég var að fletta í lagasafni Alþingis um daginn til að athuga
hvort bankahneykslið tæki ekki útfyrir allan þjófabálk, og rakst á
eftirfarandi grein í almennum hegningalögum nr 19 frá 12 febrúar
1940. 88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því
eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum
við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá,
er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum,
eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda
slíkri hættu, skal sæta ... fangelsi allt að 6 árum Þetta er í
kaflanum um landráð... Þannig að ég spyr núna; Hver sagði hvað sem
varð til þess að Bretar beittu hryðjuverkalöggjöfinni á Íslendinga?
Það skal enginn segja mér að það hafi ekki verið "fjandsamlegt
tiltæki"
Jón Guðmundsson
Lesa meira
...Hins vegar er spurning hvort að nýr stjórnmálaflokkur sem
sprytti upp úr grasrótinni myndi einungis taka fylgi frá VG og
hjálpa þannig Sjálfstæðisflokknum að sitja við völd í framhaldinu.
Hefur þú einhverja skoðun á þessu?
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
Lesa meira
Ætlar Samfylkingin að drepa sig endanlega í bandalaginu við
íhaldið Ögmundur? Ég hef nú frekar verið hallur undir að þið VG
menn og Samfylkingin tækjuð við völdunum hér í landinu eins og þú
veist og helst með Framsókn, en nú er mér að verða nokkuð mikið
brugðið með þetta. Samfylkingin situr sem fastast í ríkisstjórninni
og fellir það inn á þingi að þjóðin fái að kjósa um ástandið. Ég
hef nú orðið af því áhyggjur að hún dugi ekki með ykkur í
almennlegan meirihluta ef hún eyðileggur sig á því að halda
Sjálfstæðisflokknum uppi og áfram hér við völd í landinu þegar
næstum öll þjóðin vill breytingar. Er ekki hægt að koma vitinu
fyrir þau þarna í Samfylkingunni svo þessi möguleiki tapist ekki að
mynda annars konar ríkisstjórn? Svo er það eitt annað þarna með
stóra lánið hjá gjaldeyrissjóðnum. Er það virkilega rétt að
...
Jón frá Læk
Lesa meira
Enn vil ég skipta mér af síðunni þinni. Nú hafa einhverjir
þingmenn stjórnarinnar sagt að þið stjórnarandstaðan, og þá hefur
nú ábyggilega aðallega verið meint þið í Vinstrihreyfingunni,
hefðuð engar hugmyndir, engar björgunarhugmyndir ef þið kæmust til
valda. Ég veit að það er rangt og mér finnst mikilvægt að þið
þingmennirnir okkar komi frá ykkur hvað þið viljið gera til dæmis
með allsherjar yfirlýsingu, og að það komi fram hvað þið í VG eruð
tilbúin að gera. Ég er sammála ykkur að ef ...
Ágúst Valves Jóhannesson
Lesa meira
Ömurlegt þótt mér að hlusta á þig mæla verðtryggingunni bót.
Lagðist marflatur undir yfirklórið í Jóhönnu. Verðtryggingin étur
upp allan eignahlut í húsnæði fólks sem verið hefur að kaupa sér
húsnæði síðustu tíu árin eða svo og ekki langt í að húsnæði okkar
verði yfirveðsett ef fram fer sem horfir. Allt rennur þetta inn í
höfuðstólinn Þetta er ekkert annað en eignaupptaka. Hvað með
millileik eins og að ...
Tumi Kolbeinsson
Lesa meira
Ég les alltaf síðuna þína og mér finnst hún gefa raunsæja mynd
af ástandinu á landinu bláa.Ég er steinhissa á því, að ríkisstjórn,
sem hefur gert þjóðina gjaldþrota skuli ekki annað hvort segja af
sér, sem væri mannsæmandi, eða þá hreinlega verða rekin.Óstjórnin
sýnir, að þörf er á fólki, sem kann sitt "fag."
Krafa fjöldans á Austurvelli virðist ekki hafa áhrif á þessa
óstjórn. Við, sem höfum smávegis eftirlaunahýru á Íslandi, en búum
erlendis verðum líka fyrir þessum ósköpum vegna gífurlegrar
gengisfellingar krónunnar. Gefið óstjórninni frí og fáið hæfara
fólk til að bjarga því, sem ...
Inga Birna Jónsdóttir
Lesa meira
Tók engin eftir fréttinni 21. þessa mánaðar að forsætisráðherra
vor Geir Hilmar hafi erlendan hersérfræðing sér við hlið til að
leiðbeina sér um framkomu sína gagnvart íslensku þjóðinni? Að það
verði að sína Íslendingum festu, sína öryggi og láta þjóðina ekki
komast upp með að "ybba sig"? Sem sé að forsætisráðherrann hafi
útlenskan hermálasérfræðing til að segja sér fyrir verkum, hvernig
hann eigi að koma fram við íslensku þjóðina. Jafnvel að hann hafi
kennt Geir hegðun ...
Úlfur
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum