Fara í efni

GERIÐ BETUR GREIN FYRIR STEFNUNNI

Sæll Ögmundur.
Enn vil ég skipta mér af síðunni þinni. Nú hafa einhverjir þingmenn stjórnarinnar sagt að þið stjórnarandstaðan, og þá hefur nú ábyggilega aðallega verið meint þið í Vinstrihreyfingunni, hefðuð engar hugmyndir, engar björgunarhugmyndir ef þið kæmust til valda. Ég veit að það er rangt og mér finnst mikilvægt að þið þingmennirnir okkar komi frá ykkur hvað þið viljið gera til dæmis með allsherjar yfirlýsingu, og að það komi fram hvað þið í VG eruð tilbúin að gera. Ég er sammála ykkur að ef einhver peningur komi inn í ríkiskassann, lánspeningur eða ekki lánspeningur þá verði að nota hann í aðgerðir fyrir fjölskyldur, öryrkja, láglaunafólk og ungt skólafólk. Við getum til dæmis hækkað persónuafslátt og afnumið skólagjöld. Við myndum síðan borga það með hátekjuskatti, fjármagnstekjuskatti(ef einhver slík peningur er ennþá í boði) og svo náttúrlega þjóðnýta eignir fjárglæframanna. Eins og ég hef áður sagt þá eruð þið þingmennirnir í VG ásamt örfáum úr Samfylkingunni sem ég treysti. Ég vona að þið séuð traustsins verðir og haldið áfram að berjast fyrir okkur, þið standið ykkur vel. Annars þakka ég hjálpina fyrr í dag. Hvet þig til að kíkja á blogsíðu mína; www.agustvalves.blog.is 
Ágúst Valves Jóhannesson

Heill og sæll. Þakka bréfið. Stefna okkar liggur ljós fyrir og þeir þættir sem þú nefnir eru mjög í anda okkar stefnumiða. En það er rétt hjá þér að við þurfum að setja sjónarmið okkar fram á markvissan og skýran hátt.
Kv.
Ögmundur