Fara í efni

ER STJÓRNUM LÍFEYRISSJÓÐA TREYSTANDI?

Sæll Ögmundur.
Nú er ljóst að lífeyrissjóðir töpuuðu verulegum fjármunum á bankahruninu og kannski á ýmsu öðru. Er sjóðsstjórnum treystandi fyrir öllu þessu fjármagni? Mín skoðun er að svo sé ekki. Greiðslur í lífeyrissjóði eru í rauninni dulbúinn skattur til að dekka sjálfsagðar launagreiðslur til öryrkja og eftirlaunamanna. Væri ekki eðlilegra að ríkið rukkaði skattborgarana um aukaskatt sem þessu næmi (sama skipting milli launþega og launagreiðenda og verið hefur) svo við vitum nákvæmlega hver skattbyrðin er? Þá væri ein yfirstjórn yfir þessum málaflokki í stað margra lífeyrissjóðsstjórna og margra sjóðsstjóra sem mér skilst að hafi jafnvel hátt í 30 miljónir í árslaun.
Ég tek það fram að ég er bara að velta þessum hlutum fyrir mér ekki að ásaka neinn.
Kveðja,
Jóhannes T Sigursveinsson