Fara í efni

ÞÖGN Á MIÐNÆTTI?

Rakst á þetta: Velti því fyrir mér hve sterkt það væri ef við Íslendingar allir sem einn. - Tækjum okkur til og .. Hættum að skjóta upp flugeldum 5 mínútum fyrir 12 á miðnætti þann 31. des. og byrjuðum ekki aftur fyrr en 5 mínútur yfir tólf, eða klukkan 24:05 þann 1. jan. 2009. Ef við hefðum algera þögn frá 23:55 - 24:05 á gamlárskvöld, á meðan við kveðjum gamla árið og tökum á móti því nýja. Og ef við notuðum þessa þögn til þess að halda höndum saman og senda hvert öðru strauma, og kraft okkar í milli, þjóð vorri og landi til heilla á komandi ári. Við getum líka notað þessa þögn til að hugleiða saman það sem koma skal. - Og hvernig við viljum takast á við það. Tölum svo saman og segjum hvert öðru hvernig við viljum sjá nýtt Ísland verða til, á nýju ári. Lilja guðrún http://lillagud.blog.is/blog/lillagud/entry/756330/
Kristján