AÐ HRUNI KOMINN 2008
...Það má með sanni segja að Ingibjörg geti ekki talað fyrir
hönd nema í mesta lagi 30% þjóðarinnar, en hvert einasta mannsbarn
sem kemur saman á Austurvelli á hverjum laugardegi eða stóð í
anddyri og utanhúss til að taka þátt í borgarafundinum í
Háskólabíó, og mun koma saman á Arnarhóli, hvernig sem veirar,
getur talað fyrir sína hönd og sinna eins og honum eða henni
sýnist! Hvort sem Ingibjörg, ég eða aðrir séum sammála. Ef
Ingibjörg heldur að hún geti gelt málefnalegt mál manna með því að
segja að þeir hafi ekkert umboð til að tjá sig þá fer hún alvarlega
villur vegar. Hún virðist misskilja og hundsa grundvöll
lýðræðisins, sem sé ...
Úlfur
Lesa meira
...En ef viðkomandi er ehf.hf eða ohf. þá er bara skipt um
kennitölu og málið er dautt (semsagt almenningur tekur við
skuldinn). Og að öðru,af hverju er "farið yfir strikið"við að
brjóta eina rúðu í fjármálaeftirlitinu,en þegar heilt hagkerfi
rúllar yfirum þá er það ekki "neinum að kenna"og ekki farið yfir
strikið. Og enn að öðru ég ...
Árni Aðalsteinsson
Lesa meira
Mig langar bara til að þakka þér fyrir allt sem þú ert að gera.
Þú stendur vaktina betur og traustar en nokkur annar. Ég hef fylgst
með þér á þingi og sá meðal annars ræðu þína um niðurskurðinn á
mánudag. Hún bar af. Það sem er að gerast er hræðilegt. Ég trúi
ekki öðru en að kosningar verði í vor því að þessi ríkisstjórn
verður að fara frá. Þau eru aum. Það eru alltof fáir sem gera sér
grein fyrir því hvað verið er að gera velferðarkerfinu. Þetta
eftirlaunafrumvarp sem þau núna neyðast til að leggja fram segir
allt sem segja þarf. Þau eru fljót að afgreiða niðurskurð á
...
Hildur og fjölskylda
Lesa meira
...Hvort sem að Samfylkingin slítur stjórnarsamstarfinu við
Íhaldið eða Íhaldið slítur stjórnarsamstarfinu við Samfylkinginguna
er þá hættan ekki alltaf sú að Geir H Haarde hafi
stjórnarmyndunarumboðið? Alla vega á ...
Jón Þórarinssson
Lesa meira
...En hvað getum við sjálf gert til að launa greiðann fyrir
bylmingshöggið? Jú við getum og biðjum alla útflytjendur á ferskum
fiski á erlenda markaði að stöðva hann nú þegar timabundið og selja
til fullvinnslu á innlendum markaði og hámarka verðmæti hvers kg
enda er auðlindin viðkvæm þótt aukinn þorskur sé í augsýn. Hvað mun
gerast Bretlandi-Cuxhaven-Hull-Grimsby og fleiri löndunarstöðum?
Jú, ég minnist þáttar sem Ólafur Sigurðsson fyrrum fréttamaður á
RUV átti við borgarstjóra þessara borga og upplýstu þeir að rúmar 2
milljónir manna hefðu beint og óbeint atvinnu vegna fisks af
Íslandsmiðum og hvað gerist berist hann ekki? Bara í aðraganda
hryðjuverkalaganna í Bretlandi gekk öflugur þingmaður á fund
Melvins King ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Ég mundi vilja sjá þig leggja fram frumvarp um stórauknar sektir
við brot á lögum sem Útrásarvíkingarnir hafa sannanlega verið að
brjóta, t.d. brot á hlutafélagalögum, svo sem FL grop og
Sterling og svo Exista núna þar sem litlir hluthafar eru
rúnir.Sektir t.d. 200 til 600 miljarðar. Svo mættu koma ný lög um
valdníðslu valdhafa. Þar er af nægu að taka. Að lokum: húseignir
fólks eru líka lífeyrir.
Eyjólfur Jónsson
Lesa meira
...Nú er ljóst að lífeyrissjóðir töpuuðu verulegum fjármunum á
bankahruninu og kannski á ýmsu öðru. Er sjóðsstjórnum treystandi
fyrir öllu þessu fjármagni? Mín skoðun er að svo sé ekki. Greiðslur
í lífeyrissjóði eru í rauninni dulbúinn skattur til að dekka
sjálfsagðar launagreiðslur til öryrkja og eftirlaunamanna. Væri
ekki eðlilegra að ríkið rukkaði skattborgarana um aukaskatt sem
þessu næmi (sama skipting milli launþega og launagreiðenda og verið
hefur) svo við vitum nákvæmlega hver skattbyrðin er? Þá væri ein
yfirstjórn yfir þessum málaflokki í stað margra
lífeyrissjóðsstjórna og margra sjóðsstjóra sem mér skilst að hafi
jafnvel hátt í 30 miljónir í ...
Jóhannes T Sigursveinsson
Lesa meira
...Framundan eru fyrirsjáanleg gjaldþrot þúsunda heimila og
fyrirtækja og hörmungar sem við getum varla gert okkur í hugarlund
nú. Þrátt fyrir þetta virðist sem fréttastofa Rúv
(og fleiri miðlar) telji mikilvægasta atriðið í umfjöllun um
mótmæli almennings, hvort mótmælin séu "eðlileg", hvaða fólk þetta
sé, hvað ráðamönnum nú finnist um aðgerðir mótmælenda og svo
framvegis. Semsagt, allt gert til þess að gera mótmæli og ekki
síður mótmælendur tortryggileg. Þetta toppaði nú þegar Vigdís
Hjaltadóttir kommenteraði á flokksráðsfund VG í fréttum - að "hér
kannast maður nú við mörg andlit af Austurvelli"!!! Semsagt, ekkert
að ...
Kristófer
Lesa meira
..Lánstíminn vekur upp þær spurningar hvort taka eigi
húsnæðislán við fæðingu eða færa eftirlaunaaldurinn upp í hundrað
ár. Seinni kosturinn krefst þess reyndar að auka lífslíkur
landsmanna en heilbrigðisráðherra ætti ekki að verða skotaskuld úr
því þótt hann hafi ekki enn hitt félaga Gaddaffi eins og gefið var
í skyn hér á síðunni með falsaðri mynd félaga Ögmundar. Á þann sem
trónir í næstefsta sætinu í traustinu er varla hægt að minnast á
ógrátandi...
Þjóðólfur
Lesa meira
Ég var að lesa viðtalið við þig á Smugunni og er ég þér sammála
um margt. Sérstaklega staðnæmdist ég við það sem þú segir um RÚV
ohf. þar er þörf á gagngerum breytingum. Einsog þú Ögmundur varð ég
hugsi þegar formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins voru
skyndilega mætt í laugardagsþátt Hallgríms Thorsteinsson og sátu
þar fyrir svörum, eða svo vitnað sé í ...
Sunna Sara
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum