AÐ HRUNI KOMINN Janúar 2009
Loksins glittir í vinstri stjórn og stórfínt að
Sjálfstæðisflokkurinn skuli þurfa að láta fyrirliðabandið af hendi
og taka sér sæti á bekknum. Þetta gerist að vísu við mjög
óvenjulegar og erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu, en þó er það
gersamlega sláandi hvað andlit nýrrar ríkisstjórnar eru gersneydd
upplitsdirfsku. Á öllum þeim myndum sem birst hafa er eins og
Jóhanna og Steingrímur hafi verið vakin upp af vondum draumi og
stillt rakleiðis upp fyrir framan aftökusveit. Útlitið er vissulega
...
Dagur Kári Pétursson
Lesa meira
...Manst þú eftir því þegar þú sagðir að taka ætti gjafakvótann
af útgerðarmönnum? Nú er VG að komast í ríkisstjórn veriði nú
sjálfum ykkur samkvæm.
K.v.
Jón Þ
Lesa meira
Sæll Ögmundur, mundu að í Sigtúnshópnum höfðum við hlutina
einfalda og málin markviss --- og það náðist árangur á stuttum
tíma, Gangi þér vel í að afgreiða vandasöm verk...
Ágúst Guðm."einn úr Sigtúnshópnum"
Lesa meira
Að gefnu tilefni http://www.vald.org/greinar/090126.html
gangi ykkur vel...
Björn Fróðason
Lesa meira
Var að lesa þessa frétt á vísir.is http://visir.is/article/20090127/FRETTIR01/351853935
og spyr er ekki hægt að breyta þessari reglugerð þegar þið gekkið
við? Og hvað finst þér um þetta? þá aðalega að setja þetta til 5
ára er þetta ekki missnotkun á valdi spyr ég bara?
Stefán Gunnarsson
Lesa meira
...þá ætti að vara að skapast tækifæri til að breyta
eftirlaunafrumvarpinu eins og hugur þinn stóð til fyrr í vetur!
Hyggst þú beyta þér fyrir því nú?
Jón Sævar Jónsson
Lesa meira
Sæll,
það er ekki alltaf nóg að fara heim með næst sætustu stelpunni af
ballinu.........
P.
Lesa meira
Þessar erlendu kröfur eru til komnar vegna þess að erlendir
sparifjáreigendur voru lokkaðir til að setja allt sitt sparifé inná
ótrygga reikninga. Þetta er mikilvægt að hafa í huga...
Jón Þ
Lesa meira
...að þegar Bjarni Ármannsson og aðrir hans líkir ætla að koma
og redda öllum málum þ.e. stofna fyrirtæki og útvega þeim sem eftir
verða á klakanum vinnu þá eru það BLÓÐPENINGAR sem þeir nota við
uppbygginguna. Held að ég vilji frekar lepja dauðann úr skel
heldur en að vinna fyrir þessa skúrka.
Kristófer Kristófersson
Lesa meira
Ég treysti því að VG haldi vöku sinni varðandi aðild að
Evrópusambandinu. Stór hópur félaga í VG er andvígur aðild að
Evrópusambandinu enda er það að mínu mati ekki í anda VG að fela
sig bak við andlitslaust vald og skrifræði.
Anna Ólafsdóttir Björnsson
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum