Fara í efni

AFHROÐ AUÐVALDSINS!

Sæll Ögmundur...
Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra hefur sýnt furðulega lítinn skilning á ástandi þjóðfélagi vors í dag, sem lýsir sér með hinum ótrúlegustu og annarlegustu yfirlýsingum. Hann rankaði þó víst eitthvað við sig er bifreið hans var lamin að utan við stjórnarráðið!
Geir hefur sagt að ef kosningar yrðu boðaðar þá mundi upplausn skapast í þjóðfélaginu! Hvað heldur maðurinn eiginlega að ástandið sé nú?  Er maðurinn fullkomlega úti að aka og skilningslaus? Getur þjóðfélagsástandið virkilega verið í meiri upplausn en nú er?
Geir Hilmar segir að ríkisstjórnin sé starfhæf! Þetta sýnir tvímælalaust að maðurinn er fullkomlega raunveruleikafyrtur?  Það er ekki hægt að halda fundi á Alþingi vegna mótmæla almennings, allra flokka fólks, hver höndin er uppi á móti annarri í ríkisstjórnar liðinu, og vofa EES, einkavæðingarinnar og auðvaldshyggjunnar sem skapaði þjófnaðina og landráðin, bíður með ljáin!
Geir segir að hann hafi rætt málið við Ingibjörgu Sólrúnu, sem er í Svíþjóð til heilaaðgerðar, og að hann telji með öðrum orðum að þau séu enn samhuga í sömu sæng. Hvað með það, þá vill þjóðin samt að ríkisstjórnin segi af sér, seðlabankastjóri verði rekin ásamt formanni fjármálaeftirlitsins, allt rúið trausti, og að hendur verði hafðar í hári þjófana og landráðamannanna, og boðið verði til kosninga, og það strax. Félagsfundur Samfylkingarinnar hefur samþykkt tillögu þess efnis og varaformaður Samfylkingarinnar er samþykkur ályktuninni!
Forsætisráðherrann segir að það yrði gríðarlegt ólán fyrir almenning í landinu ef ríkisstjórn hans segði af sér áður en hann reddaði því sem hann ætlar að redda.  Manni er spurn hvort maðurinn sé að gera að gamni sínu, þá að gera grín að ástandinu og sjálfum sér?  Maður veit að Geir reynir að vera fyndinn í tíma og ótíma og hann er svo sannarlega kjánalegur á svipinn, en ég er hræddur um að almenningur fari fram á að menn taki hrun fjárhagskerfis íslensku þjóðarinnar og gígaþjófnað á henni,,, alvarlega!
Ekki síst vill Geir Haarde forsætisráðherra að hann fái frið til að ganga frá þúsund miljarða lánum frá alþjóðagjaldeirssjóðnum og öðrum lánadrottnum sem mun festa Íslensku þjóðina og niðja hennar í ógreiðandi skuldabyrði um aldir!!!
Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra Íslands, segðu af þér strax og boðaðu til kosninga!  Ástandið er ekki allt þér að kenna, en það er svo sannarlega Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og fyrrum krataflokknum undir stjórn Jóns Hannibalssonar að kenna. Samfylkingin verður þó undir forustu Ingibjargar Sólrúnar að bera verulega ábyrgð á framlengingu núverandi stjórnavalda, því einnig á framlengingu á kvölum Íslensku þjóðarinnar!
Ekki öfunda ég Vinstri Græna á að taka við hræðilegum afleiðingum hræðilegrar óstjórnar um hátt í 20 ára ferli Sjálfstæðisflokksins, sem gerði fjárglæpamönnum, þjófum og landráðamönnum mögulegt að athafna sig!
Úlfur