Fara í efni

ALDAHVÖRF Í STJÓRNMÁLUM ÞJÓÐARINNAR!

Sæll Ögmundur....
Almenningur hefur stanslaust farið fram á það við stjórnvöld að þau hefðu hendur í hári fjárglæframannanna sem urðu valdir að efnahaghruni Íslensku þjóðarinnar.  Rannsaki aðkomu þeirra að glæpunum og geri þá upp sem sekir dæmast. Það má þykja einkennilegt og jafnvel óréttlát að loka ódæmt fólk inni á meðan verið er að kryfja mál þess til mergjar, en málið er að það er vitað um hverjir meintir fjárglæframenn eru sem hafa með græðgi og ófyrirleitni framið mesta glæp Íslandssögunar. Glæpir Sturlungaaldarinnar þó afdrifaríkir hafi verið, eru barnaleikur miðað við það sem nú hefur skeð. Því er um að ræða algjörlega sérstakar aðstæður og því eru algjörlega sérstakar aðgerðir nsuðsynlegar.

Það er talið að um 30 einstaklingar hafi verið aðal skaðvaldarnir ásamt auðvitað samverkafólki þeirra í stjórnum, nefndum og pólitíkinni. Í staðinn fyrir að stjórnvöld láti til skara skríða, þá draga þau lappirnar með hiki og ráðaleysi. Þau hafa jú sett alþingisnefnd sem á að rannsaka málið og á að gefa skýrslu að ári loknu, sem er ágætt svo langt sem það nær, en á meðan fela meintir glæpamenn illa fenginn feng sinn, brugga ráð sín á milli og koma áróðri á framfæri í fjölmiðlum, ásamt því að skapa lögfræðilegar flækjur.

Þannig á að halda áfram að villa þjóðinni sýn og eru henni skammtaðar upplýsingar eins og opinberir starfsmenn hennar telja hæfilegt, svo aðeins hroki Jónasar Fr. Jónssonar forstjóra Fjármálaeftirlitsins sem hefur reynst algjörlega vanhæft, sé nefndur. Hann neitar þjóðinni um upplýsingar um meint glæpamálin. Í stað þess að öll spilin séu lögð á borðið hvarvetna og alþjóð veitt full vitneskja í öllum opinberum málum og um hagsmuni sína á mannamáli á tölvunetinu, eins og Ögmundur Jónasson Alþingismaður hefur margsinnis lagt til, þá skal halda áfarm leynd og pukri. Að hugsa sér að almenningur vitit ekki enn hvað hann fær fyrir raforkuna sem seld er til erlendrar stóriðju í landinu!  Hver hagurinn er af Kárahnjúkavirkjun þegar upp er staðið, og nú síðast ætlar Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra upp á eigin spýtur að múta erlendu álfyrirtæki með tug miljarðakrónu ríkisstyrkjum ásamt allskonar fríðindum með leynimakki. Honum er andskotans sama hvað eigin flokksmenn og þjóðin segir. Þessa miljarða ásamt fríðindum skal gefa útlendingum á meðan verið er að pína íslenskan almenning sem er á vonarvöl, jafnvel að skatta sjúklinga með svívirðilegum gjöldum og setja heilbrigðiskerfið sem þjóðin hefur verið að þróa um langt árabil á hvolf og út á gaddinn.  Það skal í minni hafa að Össur hefur ítrekað margoft, að hann telji að það eigi að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um öll mikilvæg hagsmunamál þjóðarinnar, Ingibjörg vill þjösna íslensku þjóðinni inní Evrópusambandið með pólitísku ofbeldi, og hefja vegferðina inn í ES án þjóðaratkvæðagreiðslu!  

Fjárglæframennirnir sem ætlaðir eru að séu fjárglæpamennirnir sem hafa eyðilagt fjárhag Íslendinga og hneppt saklaust fólk ásamt niðjum þess í skuldaánauð við útlendinga, hafa hver að fætur öðrum gengið í fjölmiðlana sem eru jú í eigu og umráði kunningjanna, með allskonar áróðursdellu til að reyna að fegra sig og réttlæta athæfi sitt. Bjarni Ármannsson er síðastur í röðinni og segist hann hafa endurgreitt Glittni 370 miljónir króna með hluta af upphæð starfslokasamnings hans sem forstjóri Glitnis sem fór á hausinn undir hans stjórn.

Fólki er spurn hverskonar ofurupphæðir þessir starfslokasamningar séu, fyrir afglapana sem þjást af græðgisýki og ófyrirleitni og koma fyrirtækjum á hausinn. Bjarni segir sér til ágætis að hann hafi sett á fót yfirtökunefnd fyrirtækja, bölvað klór sem gerði ekkert gagn og kemur málinu ekkert við. En aðal afsökun hans eins og annarra honum líkum, er alþjóðabankakreppan sem er blekkingarþvæla. Alþjóðabankakreppan er algjört aukamál og lítið mál miðað við afglöp, svindl og þjófnað afglapanna sem rændu stofnannirnar sem þeim var treyst fyrir og þjóðin var í ábyrgð fyrir, inn að merg og settu þarmeð fjárhagskerfi þjóðarinnar á hausinn.

Auðvitað eiga stjórnvöld tímabilsins (Sjálfstæðisflokksins, Krata og Framsóknarflokksins) sinn þátt í glæpunum og hruninu, með einkavinavæðingunni án leikreglna og strangra laga og nákvæmu eftirliti!  Það má jafnvel fara enn lengra aftur í tíman og nefna EES sem aðal bölvaldinn, því það skapaði forsenduna fyrir einkavæðingunni, sem aftur skapaði síðan forsenduna fyrir fjármálaglæpamennskunni og hruni íslenska fjárhagskerfisins!

Það hafa orðið aldahvörf í stjórnmálum þjóðarinnar. Það lítur ekki út fyrir að þjóðin fylki blindandi sem áður, sömu jálkum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, eða Krötunum sem er Samfylkingin á bak við grímuna.  Íslenska þjóðin lætur ekki blekkja sig endalaust!

Kveðja,
Úlfur