Fara í efni

ENGAR VIÐRÆÐUR FYRR EN HRYÐJUVERKA-LÖGUM HEFUR VERIÐ AFLÉTT!

Ágætu lesendur.
Þjóðin er rétt að legga af stað út í brimgarðinn en nokkur sigling er ófarin í hann og veltur þar á miklu hve langt bandarískur hlutabréfamarkaður fellur á næstu vikum og mánuðum því bólan var stærst þar og loftið úr henni sigur rólega úr. Ég hef hugleitt alvarlega síðustu vikur það gríðarlega verkefni sem bíður VG á komandi þingi og þingum og því hárrétt að byrja verkefna vinnu svo snemma og beita því lýðræðisafli að kalla til flokksmeðlimi að borðinu með hugmyndir og frekari úrvinnslu.
Mér finnst einnig rétt að Ögmundur taki sér árs leyfi frá störfum sem formaður BSRB til að gæta jafnræðis við önnur stéttarfélög í landinu sem hafa ekki beinan málsvara inni á Alþingi. Sendinefndir koma hér í næstu viku til samningaviðræðna vegna Icesafe og álíkra innlánsreikninga en Bretar hafa hunsað bréf ríkisstjórnarinnar um að aflétta hryðjuverkalögum af útibúum okkar og hindra þannig að hægt sé að vinna við að koma í verð því sem þar er geymt. Mér finnst það bara ekki koma til greina að sitja við samningaborð rétt eins og handteknir aðilar af mannræningjum og semja um lausnargjald. Það bara kemur ekki til greina. Þjóðinni ber afdráttarlaust að neita slíkum fundum uns lögum ytra gegn okkur verður aflétt og hægt að hefja vinnu við uppgjör. Þá er ég einnig kominn á þá skoðun að þingmenn VG og aðrir í stjórnarandstöðu bretti upp ermar og hámarki ræðutíma sinn með eins miklum andmælum og hægt er m.v.þingsköp.
Þór Gunnlaugsson