Fara í efni

HVAÐ ER AÐ FINNA Í SKÚFFUNUM?

Ríkisstjórnin er voðalega góð þessa dagana að eigin sögn. Hvílík framkvæmdagleði í þágu heimilanna. Hefur sko fundið það upp að setja ekki barnabætur upp í opinber gjöld. Einhverstaðar las ég að umboðsmaður alþingis hefði fyrir löngu sent álit sitt um að það væri óeðlilegt að bætur sem væru ætlaðar til að bæta lífsskilyrði barna væru skuldajöfnuð á þennan hátt. Hvað varðar frumvarpið um greiðsluaðlögun þá er hægt að fara á google.is og þá kemur í ljós að þetta er engin ný hugmynd-bara verið að hrista rykið af frumvörpum sem ekki hafa litið dagsins ljós hingað til. Hefur verið við lýði í öðrum löndum í áratugi. Þetta með vaxtabæturnar er bara plat því þeim er skuldajafnað upp í aðrar opinberar skuldir t.d. fasteignaskatta og eru vaxtagjöldin númer 15 eða 16 í röðinni. Hvað varðar þak á innheimtukostnað - vá var það að uppgötvast að innheimtukostnaður væri of hár svona upp úr þurru en hingað til hefur það þótt eðlilegt af stjórnvöldum að kröfur fjór- til fimmfölduðust áður en innheimtumenn væru ánægðir. Hvaða hagsmunir voru hafðir þarna að leiðarljósi?? Hvað fleira skyldi liggja rykfallið ofan í skúffum?? Kristín