HVAÐ VERÐUR GERT FYRIR VERSLUNARFÓLK?

Sæll Ögmundur.
Ég hef verið að velta fyrir mér undanfarna mánuði hvað stjórnmálaflokkarnir ætla að gera til að bæta og passa uppá kjör verslunarfólks og verkafólks. Hvað ætla VG að gera fyrir þetta fólk?
Kær kveðja,
Ásdís Helga


Þakka þér bréfið Ásdís Helga. Þetta er mikilvæg spurnnig. Ég held að það sem ríkisvaldið getur best gert er að koma vaxtastiginu niður með öllum ráðum því það hefur svo mikil á áhrif á afkomu heimila og fyrirtækja þar með verslunina. Varðandi síðan kjör verslunarmanna sem ráðin eru í kjarasamningum þarf að treysta á verkalýðsfélögin. Síðan er náttúrlega að mörgu að hyggja sem snertir kjör launafólks almennt, svo sem sköttum, millifærlsum á borð við vaxtabætur og barnabætur að ógleymdum tilkostnaði í heilbrigðiskerfinu! Á þessum þáttum myndum við taka í ríkisstjórn eftir því kostur væri í erfiðri stöðu ríkissjóðs.
Kv.
Ögmundur

Fréttabréf