VANÞAKKLÁTT STARF BER ÁVÖXT

Nú var að birtast önnur skoðanakönnunin í röð  þar sem VG er að mælast stærsti flokkurinn. Mitt mat er að um enga tilviljun sé að ræða. Þið Steingrímur Sigfússon hafið verið hryggsúlan í andófi gegn græðisvæðingu samfélagsins undanfarin ár og unnið þar gott en vanþakklátt starf sem gæti verið að bera ávöxt nú á krepputímum . Fulltrúi okkar dreifbýlismanna á þingi er samherji þinn Jón Bjarnason sem er vakinn yfir okkar hagsmunamálum nú síðast í dag er hann að berjast á móti hækkun á dreifingarkostnaði raforku sem átti að koma til framkvæmda nú um áramótin. Jón er hreinskiptinn baráttumaður eins og hann hefur sýnt svo glöggt bæði á þingi og þegar hann endurreisti Hólaskóla úr mikilli niðurlægingu.
Ég er hissa á dómsmálaráðherra og Alþingi að fara ekki þess á leit við Atla Gíslason að hann taki að sér að verða þessi sérstaki dómari í efnahagsbrotamálunum. Hann hefur reynslu af dómarastörfum á sviði fjárglæfra Þýsk/Íslenska málið og eflaust fleiri málum. Atli virkar á mig sem glöggur og heiðarlegur maður, það er það sem þarf.
Gleðilegt ár,
Norðlendingur

Fréttabréf