VG HALDI SÍNU STRIKI!

Menn tala nú mikið um þá yfirlýsingu Steingríms J. að vilja athuga að skila láni AGS. Það verður að athuga það að fólk hefur ekki góðar upplýsingar um stöðu mála og trúir því (margoft hefur það og verið tuggið) að lán frá sjóðnum sé það eina sem getur bjargað þessari þjóð, en ósköp er það nú dapurlegt að fátt virðist hafa lærst af undangengum hörmungum. Þið hjá VG hafið ein verið á móti þessu láni og verð ég að lýsa virðingu minni á ykkur fyrir hugrekkið og vitsmunina - þess vegna eruð þið nú óstjórntækur flokkur; eða eigum við ekki bara að segja látið-ekki-að-stjórn flokkur. Menn eru fyrir löngu búnir að gleyma umræðunni um kosti og galla þess láns og sjá ekki samhengi hárra stýrivaxta og lánsins - en kvarta samt yfir vöxtunum. Á næsta fjárlagaári kemur svo niðurskurðurinn sem AGS fer fram á o.s.frv. Hér er það sama að gerast í sauðhættinum og átti sér stað í aðdraganda hrunsins. Einhver kallar "go" og sauðirnir fylgja á eftir. Nú eru það bara vitleysingar sem EKKI vilja lán AGS því það er það EINA sem kemur til greina eins og ALLIR málsmetandi einstaklingar sérstaklega ÚTLENSKIR sérfræðingar hafi bent á. Haldið ykkar striki VG - losum okkur við þetta vonda lán ef við mögulega getum.
Þór Þórunnarson

Fréttabréf