AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2009
Ég á kunningja, sem fór út til Íslands í haust sem leið. Hann
býr ekki langt frá mér, er Dani og heitir Hans-Olav Petersen. Hann
fór til Íslands til að vinna í fiski og hann er EES borgari. Þetta
færði honum öll sömu réttindi á Íslandi og frænda mínum voru
tryggð, honum Sigurði, sem líka vann í fiski. Þetta er EES og hin
frjálsa för vinnuaflsins. Svo kom útlendingur og var ráðin til
Seðlabanka og þá fóru sjallarnir af stað og Sigurður Líndal og
sögðu...
Ólína
Lesa meira
...Það eru ábyggilega margir, sem undanfarna mánuði hafa starað
út í fjarskann, svipbrigðalausir, og hugsanlega látið pólitíska
andstöðu við Davíð Oddsson hér áður og fyrr, lita afstöðu sína til
mannsins sem nú er formaður bankastjórnar Seðlabanka og ekki viljað
sjá það sem er að gerast.
Í viðtali í Sjónvarpinu í október talaði þessi formaður
bankastjórnar Seðlabanka afskaplega skýrt. Hann sagði í stuttu
máli, að íslensk þjóð gæti ekki og ætti ekki að greiða niður
skuldir óreiðumanna. Kvöldið áður hafði ráðherra í ríkisstjórninni
sagt efnislega það sama í samtali við fréttamann ársins á mbl.is.
Ummæli formannsins hafa svo verið fest í minni þjóðar, sem megin
ástæðan fyrir því að bresk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn
íslenska bankakerfinu, íslensku stjórnkerfi, en auðvitað fyrst og
fremst gegn þeim sem kallaðir voru óreiðumenn.
Síðan hefur ...
Helgi
Lesa meira
...Er ekki komin tími fyrir flokka-póitíkusa að endurskoða í
hvað orka þeirra fer? Þeir eru á launum ekki satt? Hjá landi og
Þjóð. Er þetta uppbyggileg orka eða niðurrífandi orka. Ég upplifi
þetta allt mjög neikvætt og niðurrífandi. Hvernig væri að allir
flokkar kæmu sér saman um að koma Íslandi af strandstað í stað þess
að vera endalaust með tittlingaskít og móðgast svo yfir öllu og
öllu, sem hinn og þessi sagði eða bloggaði um?...
Hrönn
Lesa meira
...Auðvitað þarf að gera pólitískt upp við stjórnmálastefnu
Davíðs Oddssonar í kosningum og það má sjálfsagt færa rök fyrir að
hann njóti ekki traust viðskiptafræðinga sem sumir hverjir bera
ábyrgð á bankahruninu og hafa borið hann út gagnvart erlendum
fjölmiðlum, en Davíð hefur þó frá í október verið hreinskilnari um
stöðu efnahagsmála en flestir aðrir. Hvernig væri að spila aftur
við hann viðtalið frá í október? Ætli það sé ekki það vitlegasta
sem sagt hefur verið um hvernig við komumst út úr kreppunni? Nú er
...
Ólína
Lesa meira
Já hann kveinkar sér forveri þinn um verktakagreiðslurnar og góð
grein hjá lækninum hér á síðunni af hverju hæft fólk fékk að fjúka
bæði á Lansanum svo og ráðuneytinu og nú liggur þetta fyrir að hans
sögn eintóm veikindi starfsfólks ráðuneytissins og enginn til að
vinna verkin. Laun nýja forstjóra LSH eru reyndar of há að hluta
til vegna mikillar vinnu við nýtt hátæknisjúkrahús eins og Magnús
Pétursson fékk tímabundið og nýja stýran fékk þau áfram. Ég var
hinsvegnar að skoða kostnað vegna dýrra lyfja og sérstaklega
...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Ég les altaf síðuna þína, því hún er fólkinu viðkomandi og
mér finnst þú vera raunsær. Í dag sé ég ekki betur en þetta
íhaldsmanna-kerfi,sem hefur eyðilagt fjárhag Íslands, líkist mjög
sovjetíska kerfinu, meðan það var verst. Oddamenn íhaldsins hafa
ráðið lögum og lofum og hagað sér eins og væru þeir eigendur
Íslands."Fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera," stendur
í bókinni góðu. "Já!" en
Inga Birna
Lesa meira
Gott að vita af þér sem heilbrigðisráðherra. Ég sendi þér þetta
fyrir hönd okkar nokkurra lækna sem höfum verið að furða okkur á
því hvernig skipulagsbreytingar gætu sparað á sjöunda milljarð
króna eins og fyrrverandi ráðherra er að segja. Þetta er tært rugl
allir læknar vita að 80% af útgjöldum kerfisins er
launakostnaður....Annars vildum við líka vekja athygli þína á að
fyrrverandi ráðherra fækkaði fólki. Hann rak Magnús Pétursson,
forstjórann á Lansanum, hann rak Jóhannes M. Gunnarsson,
lækningaforstjórann, hann rak Davíð Gunnarsson, ráðuneytisstjórann,
og hann rak Önnu E. Ólafsdóttur hjá Lýðheilsustöð. Það er mjög
merkilegt að sjálfstæðismenn skuli í þessu ljósi treysta sér til að
...
Sigurjón
Lesa meira
"Sjálfstæðis-"flokkurinn er í dag mikið öfugmæli. Þeirra barátta
gengur út á að koma Íslandi undir hælinn á útlendingum og fámennri
klíku auðmanna. Útlendingarnir eru álrisarnir,
alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og erlendir bankar. Þessi barátta á sér
rætur í blindri trú á kapítalismann. Allir nema Sjálfstæðismenn
hafa tekið eftir að kapítalisminn er hruninn og vilja nýja stefnu.
Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins mun því snúast um að búa til
þá trú að í raun hafi ekkert farið úrskeiðis, við séum í vanda
vegna ríkisafskipta á bandarískum húsnæðismarkaði. Til þess að
sannfæra kjósendur, grípa Sjálfstæðismenn til ósanninda: Að í raun
sé engin kreppa á Íslandi, að Ísland skuldi sáralítið, og að allt
verði komið í lag eftir nokkra mánuði. Það eina sem við þurfum er
að ...
Hreinn K
Lesa meira
Getur verið að ég hafi misskilið yfirlýsingu þína um
Evrópusambandið? Getur verið að ég hafi misskilið einn af
grunnþáttunum í því þegar Vinstri - hreyfingin grænt framaboð
segist vilja ljá lýðræðinu nýtt innihald? Mig langar til þú svarir
mér, ekki í kvöld, eða fyrir helgina, en fljótlega. Ég hef aldrei
skilið hvernig menn geta deilt um fyrirbæri eins og
Evrópusambandið. Fyrir mér er það eins og að deila um, hvort
lýðræði er gott eða vont. Evrópusambandið er bæði hagsmunabandalag
og hugsjón. Sumir fagna því sem ESB hefur fært launafólki í
réttindum, aðrir sýta að sambandið skuli vera svona hallt undir
stórkapítalið, og sumum finnst ESB ólýðræðislegt. Mér finnst það
til dæmis og ég er algerlega andsnúin því að ganga í bandalagið og
mun berjast gegn því með oddi og egg. En konan á neðri hæðinni
...
Ólína
Lesa meira
Hugmyndaleysi virðist hrjá fyrrverandi forsætisráðherra. Hann
kann greinilega ekki að vera í stjórnarandstöðu. Hann heldur að
stjórnarandstaða gangi út á það að tefja störf þingsins með því að
blása út smátriði.Hann leggur í það vinnu að hringja sjálfur í
kunningja sína í alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þss að ...
Frosti
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum