Fara í efni

UM UPPHLAUP GEIRS

Hugmyndaleysi virðist hrjá fyrrverandi forsætisráðherra. Hann kann greinilega ekki að vera í stjórnarandstöðu. Hann heldur að stjórnarandstaða gangi út á það að tefja störf þingsins með því að blása út smátriði.Hann leggur í það vinnu að hringja sjálfur í kunningja sína í alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þss að koma höggi á Jóhönnu Sigurðardóttur. Kunninginn fullyrti allt annað en það sem  AGS óskaði eftir í formlegu bréfi. Þannig var formleg niðurstaða eins og háðsmerki á upphlaupi formanns Sjálfstæðisflokksins. 
En þetta lærist; eftir 18 ár verður Sjálfstæðisflokkurinn orðinn þjálfaður stjórnarandstöðuflokkur. Kannski fyrr ef hann vandar sig.
Það er alengt að fyrrverandi ráðherrar leggi eftirmenn sína í einelti. Formanni Sjálfstæðisflokksins finnst að Sjálfstæðisflokkurinn eigi forsætisráðherrastólinn. Það er eins og kunnugt er misskilningur. 
Jóhanna stendur sig vel; þjóðin er ánægð með hana eins og nýju ríkisstjórnina yfirleitt.
Frosti