AÐ HRUNI KOMINN Mars 2009
Ég hef verið að reyna að átta mig á niðurstöðunni sem varð á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki einfalt. Sé hins vegar
að Styrmir Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóri, túlkar ESB
afgreiðsluna sem áfangasigur fyrir andstæðinga ESB. Það sýnist mér
rétt. Klappstýran, varaformaðurinn, kom ekki á óvart á fundinum, en
nýji formaðurinn, sem ég held að sé hinn vænsti
drengur, kallaði fram í huga mér þennan
Bítlatexta...
Ólína
Lesa meira
Guðlaugur Þór fagnaði sínum stærsta kosningasigri um síðustu
helgi. Hann er nefnilega að eigin sögn og vina hans, maður sem
þorir. Afhroð hans í kosningunum síðustu helgi var vegna þeirra
nauðsynlegu ákvarðana sem hann þurfti að taka í embætti sínu sem
heilbrigðisráðherra. Hann greindi reyndar ekki frá því að
aðgerðaráætlun hefði ekki verið gerð í samráði við "fólkið á
gólfinu", enda aukaatriði. Guðlaugur Þór réð nefnilega til sín
svokallaða sérfræðinga...
Starfsmaður á Landspítala
Lesa meira
Mikil mistök eru það af Steingrími J Sigfúsyni að gera Svavar
Gestson að formanni samninganefndar um Icesasve. Svavar Gestsson er
nefnilega svo reynslulaus. Það segir síðasti blaðamaður
kaldastríðsins Agnes Bragadóttir
að minnsta kosti. Svavar Gestsson hefur bara verið ...
Fjóla
Lesa meira
Ég er ungur læknir og tilheyri þar með þessum hópi mjög vel
stæðra samkvæmt þinni skilgreiningu. Ég er verulega ósátt við þá
stefnu sem niðurskurður í heilbrigðismálum hefur tekið. T.d. eru
læknar á Vestfjörðum að samþykkja að vera á bakvöktum án þess að fá
greiðslu fyrir. Hvernig má það vera að það telst sanngjarnt? Hvers
vegna eru alltaf skoðuð heildarlaun lækna þegar verið er að bera
saman laun. Veit ráðherra hversu mikil vinna er bak við þessi laun
og veit hann hve mikill hluti þeirrar vinnu er valkvæður? Ég
er nú deildarlæknir og er ....
Linda
Lesa meira
Vísitala neysluverðs fyrir janúarmánuð var 334,8 og
fyrir marsmánuð 334,5 stig. Sem sagt verðhjöðnun fyrstu þrjá mánuði
ársins. Opinberir raunvextir eru hins vegar 15%. Sums staðar er
fólk að greiða 25% af yfirdrætti. Það eru því raunvextir. Verið er
að ræða hvernig hægt sé að leysa fortíðarvanda, án þess að nokkur
virðist taka eftir því að ...
Hreinn K
Lesa meira
...Þeir hagfræðingar sem við höfum fengið til ráðslags (frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum) hafa sýn sem ENGIR hagfræðingar annars
staðar deila með þeim. Alls staðar í veröldinni: USA, UK, Danmörku,
Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Japan, og svo
framvegis eru vextir við núllið. Af hverju ekki á Íslandi? Ef það
kemur ekki svar við því, þá ber ríkisstjórn Íslands sem nú situr
ábyrgð á falli þjóðarinnar, ekkert síður en þær sem áður sátu.
Ríkisstjórnin hagar sér ...
Hreinn K.
Lesa meira
...Hvers vegna settir þú inn í samninga ofurkjör um aldur og ævi
þeim til handa um skattavild og fleira og spurðir þú þjóðina að því
í þjóðaratkvæðagreiðslu eða telur þú að okkur komi ekkert við
arðsemi auðlinda okkar? Þessu þarft þú Össur að svara strax fyrir
kosningar því Samfylkingin mun tapa stórt á þessu bráðræði þínu til
bjargar eigin skinni.
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...VG mælist einn þriggja stærstu stjórnmálafloka landsins
- stundum sá srærsti - en RÚV virðist fast í gömlu landakorti og
ekki koma auga á breytingar. Til dæmis þá miklu breytingu að
Guðfríður Lilja er að veljast til forystu í Kraganum og þú Ögmundur
að hella þér í slaginn út í talsverða óvissu. Hvort tveggja hélt ég
að væri frétt. Í Kastljósi Sjónvarpsins í aðdraganda þessarar miklu
prófkjörshelgar var ...
Haffi
Lesa meira
...
Nú bregður lífsins lukkuhjól
á leik með Vinstri grænum,
við höfum eignast húsaskjól
hér í Garðabænum.
...
Kristján Hreinsson
Á stofnfundi VG félagsins í Garðabæ,
fimmtudaginn 12. mars 2009.
Lesa meira
Þríliðuhagfræði er léleg hagfræði. Hún er svona: Ef K er
konstant og y hækkar þá lækkar x. Þessi lýsing á samfélagi er svo
einföld að maður hefði ekki trúað því að óreyndu að alvöru
hagfræðingar leyfðu sér slíkt tal. En því miður hefur Íslandi (og
reyndar heiminum) verið stjórnað út frá slíkum vísindum.
Seðlabankar hafa talið að hægt væri að stjórna efnahagslífi með því
að hreyfa til stýrivexti annan hvern mánuð og til þess fengnir
færustu sérfræðingar. Hvernig hægt er að vera sérfræðingur í slíkri
samfélagssýn er mér hulin ráðgáta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er
hópur slíkra sérfræðinga. Þeir telja að vextir á Íslandi verði að
vera háir til að styrkja krónuna. Þeir koma ekki fyrir öðrum
breytum í jöfnuna og því má atvinnulífið fara á hausinn og
ríkisbúskapurinn einnig. Nú berast fréttir af gagnrýni á þessa
einföldu þríliðu ...
Hreinn K
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum