Fara í efni

ÞAÐ VERÐUR AÐ ENDURSKOÐA HELGUVÍK!

Sæll Ögmundur.
Ég treysti því að fjármálaráðherra taki samning um álver í Helguvík til endurskoðunnar strax þótt iðnaðarráðherra hafi undirritað hann því menn eru bara úti á túni með alla þá afslætti og ívilanir umfram önnur íslensk fyrirtæki að ekki tekur nokkru tali. 10 milljónir Kínverja ganga um atvinnulausir eftir hrun á álverði. Þar niðurgreiðir ríkið tonnið um 300$ í dag og ætla Kínverjar að setja 5% innflutningstolla á allt innflutt ál. Hvar halda menn að álverðið endi þá? Þetta þarf að skoða allt upp á nýtt því að það verður engin brunaútsala á leyfum til reksturs álvera umfram annan sprotarekstur á vegum VG.
Þór Gunnlaugsson