AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2009
Hún Ólina er með góða grein hér á síðunni en mér sýnist að hún
leggi til að stjórnarandstaðan á Alþingi haldi þá uppi málþófi í
allt sumar um hvort senda eigi inn blað og biðja um fund og
sjá hvað kemur út úr honum eða ekki og allt annað gleymist í því
argaþrasi. Þeir sem hafa lesið MBL á sunnudag sjá í hve hrikalegri
stöðu Spánn er í sem Evruland og hvar er nú ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Tæknileg útfærsla af þessu tagi felur í sér að Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir er leyst úr álögum. Hún gæti þá greitt atkvæði
með aðildarumsókn í samræmi við sannfæringu sína og jafnvel Bjarni
Benediktsson og nokkrir aðrir fylgismenn Sjálfstæðisflokksins. Siv
Friðleifsdóttir gæti slegist i þennan hóp og fjölmargir þingmenn
sem vilja aðildarumsókn í laumi, en eru ekki vanir að geta fylgt
sannfæringu sinni. Eftir gætum við staðið með skýran vilja Alþingis
í afstöðunni til aðildarumsóknar. Er það ekki tilbrigði við þessa
hugsun sem einmitt kom fram í búsáhaldabyltingunni? Er þetta ekki
lýðræðisvæðing?
Aðjúnkt í sveitaskóla heldur því fram að þetta sé ...
Ólína
Lesa meira
Að mínu mati er nauðsynlegt að fara í viðræður við EB. Ef
samningar nást og þjóðin fær að kjósa um þá, er lýðræðinu fullnægt
betur en oft áður. Það sögulega tækifæri sem nú er til staðar felst
ekki aðeins í því að aðeins 2 félagshyggjuflokkar geti myndað
ríkisstjórn heldur einnig í því að formenn beggja þessara flokka
eru félagshyggjumenn ...
pk
Lesa meira
...Þjóðin fær ykkur ríkisstjórnarflokkunum aukverkefnið, að
semja af skynsemi um ESB. Ykkur ber líka að taka tillit til þeirra
óska. Völd ykkar hafiði frá þjóðinni, þessum þúsundum sem kusu
ykkur nú fremur en frá 25 manna flokksráði. Hafðu það hugfast.
Stattu vörð um þá lýðræðishefð sem þú hefur hingað til haldið fram.
Þið þurfið að mynda ríkisstjórnina hratt, þið hafið ekki langan
tíma. Ég held að þjóðin vilji fyrst og fremst sjá ykkur í
vinnugallanum. Annars er ég ánægð með útkomu VG. Það er nefnilega
þannig að við erum sjö vinkonur. Í síðustu viku komum við saman.
Allar ætluðum við að kjósa VG. Í gærkvöld horfðum við saman á
leiðtogaspjallið í sjónvarpinu. Þá höfðu tvær okkar þegar ákveðið
að kjósa Samfylkinguna og ekki VG. Ástæðan var...
Ólína
Lesa meira
Nú styttist í kosnigar og er ég enn óákveðinn. Mig langar að
vita áður en kosið er hvort það breyti miklu hvort VG fái
fleiri atkvæði en Samfylkingin þegar það verður mynduð ríkisstjórn
bæði málefnalega og hver fær hvaða ráðaneyti? Allavega finnst
mér Samfylkingin of æst í að komast í ESB og er ég hræddur um að
þau vilji flýta sér of mikið. Ég eins og þú vil ekki missa okkar
dýrmæta fisk í eign manna sem eru ekki íslenskir eða fylgja ekki
íslenskum lögum. Einnig langar mig að vita hvað þér finnst um 20%
hugmynd Framsóknar? Þótt ég sé nú að trufla þig svona í miðri
kosnigabarátu þá langar mig að vita hvað þér finnst um þessa
ofurstyrki sem Sjáfstæðuflokkurinn fékk og ...
Stefán
Lesa meira
Hér á Húsavík er nýlokinni styrktarsýningu fyrir Hörpu Sóleyju
Kristjánsdóttur, 15 ára MS-sjúklings sem fjallað var um í DV nú
ekki fyrir löngu. Í lok mars svaraðir þú fyrirspurn á Alþingi um að
50 manns hafi fengið Tysabri lyfjagjöf, og meðalaldur þessa fólks
væri 45,5 ár. Hvernig stendur á því að 15 ára stelpa fái neitun, á
meðan gamalt fólk fær lyfið sem á kannski lítið eftir? Er þetta
heilbriðgiðsstefna Vinstri-Grænna? Sem heilbrigðisráðherra hlýtur
að vera eitthvað sem þú ...
Björgvin Friðbjarnarson
Lesa meira
....Sjálf er ég á móti álverum og hef alltaf verið, en ég get
ekki séð að olíuleit með nýjustu tækni geti skaðað umhverfið, ofan
- eða neðansjávar. En t.d. í dag sagði ung vinkona mín, að nú væri
hún alveg mát , " ég sem ætlaði að kjósa VG er hætt við ...Enn og
aftur , mínar bestu óskir um gott gengi !
Edda
Lesa meira
Það var athyglisverð gagnrýni í bréfi frá Arnari Sigurðssyni um
Seðlabankann. Skýringar Seðlabankans á vaxtaákvörðunum sínum eru
ekki trúverðugar og hafi þeirra hagfræði einhvern tíman fengið háa
einkunn, þá hefur það verið í háskóla en ekki í praxís. Ég get ekki
látið hjá líða að gefa þér prik fyrir gagnrýni þína á Alþingi þegar
Seðlabankalögin voru sett 2001, sem þú vitnar í í svari þínu. Nú
eru þau varnaðarorð orðin að áhrínsorðum. Þú varar við því að láta
hið pólitíska vald af hendi, með svo afgerandi hætti sem í lögunum
fólst. Nú er svo komið að þessi lög...
Hreinn K
Lesa meira
.Það var kærkomin hressing að mæta í dag, á sumardaginn fyrsta,
í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal þar sem fram fór
fjölskylduhátíð FL-okksins... það var margt um manninn og hug og
maga var konunglega skemmt, m.a. með pylsum og kóka kóla og síðast
en ekki síst ræningjunum hugljúfu úr Kardemommubænum. Ég fann fyrir
einhverri hugarró í sjálfstæðismanninum mínum gamla góða þegar ég
fylgdist með kúnstum smákrimmanna Kaspers, Jaspers og Jónatans -
húðaletingjanna sem aldrei nenntu að stela nema til daglegra þarfa
og miðað við lágmarks framfærsluvísitölu. Gott að þessir
heiðursmenn voru ekki uppi á tímum...
Þjóðólfur
Lesa meira
Ágætar spurningar hjá þér um vaxtastefnuna hér á landi. Spurning
þeirra sem fylgjast í forundran með vaxtaákvörðun peninganefndar og
málflutningi seðlabankastjóra er sú hvers vegna ríkisstjórnin
breytti ekki um peningastefnu með sama hraða og skipt var um
bankastjóra? Er núverandi ríkisstjórn etv ánægð með afrakstur
verðbólgumarkmiðsins síðan 2001? Hvernig stendur á því að ...
Arnar Sigurðsson
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum