Fara í efni

ÁFENGI OG ÁBYRGÐ

Sæll Ögmundur.
Það er eitt sem hefur angrað mig mikið að undanförnu. Það var í Ísland í dag við páskabjór smökkun þar síðasta föstudag, sem aðstoðarmaður þinn, Halla Gunnarsdóttir, sem þú ert að vitna í á síðu þinni, lét út sér ummæli sem mér finnst ekki sæmandi einstaklingi í hennar stöðu. Mér finnst þú vera heill í þínum störfum og því finnst mér þetta vera meira miður. Mín skoðun er sú að aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, eigi ekki að láta út sér að fólki sem ekki drekkur áfengi sé ekki treystandi. Eru þetta skilaboðin sem ráðuneytið vill senda út? Er þetta skilaboð þín sem heilbrigðisráðherra og hennar sem aðstoðarmaður þinn? Þetta mál er kannski smávægilegt miðað við ástandið eins og það er, en ég varð að benda á þetta. Finnst að einstaklingur í þessari stöðu ætti frekar að beita sér gegn áfengisdrykkju, þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að hún hafi skaðleg áhrif á heilsufólks, frekar en að hvetja til hennar, sem mér finnst hún gera með þessum ummælum.
Með kveðju,
Vilhjálmur Ingi