Fara í efni

STEINSMUGAN HEFUR ORÐIÐ

Þú ert undarlega umburðalyndur gagnvart skrifum framkvæmdastjóra Læknafélags Íslands um þig og þína pólitík á vef lækna nýlega þar sem hann er æði stóryrtur og rammpólitískur, greinlega að gæta hagsuma Guðlaugs Þórs og einkavinanna í Sjálfstæðisflokknum. Dapurlegt hlutskipti. Ég heyrði í þér á Bylgjunni um daginn þar sem þú varst spurður út í þessi skrif og sagðir þú þá að þú myndir hugsanlega svara þessu á heimasíðu þinni. Hvers vegna gerir þú það ekki? Á vefmiðlinum www.smugan.is er þessu hins vega gerð skemmtileg skil og vil ég vekja athygli þína og lesanda þinna á þeim. Það er Steinsmugan sem hefur orðið: http://www.smugan.is/steinsmugan/nr/1625
Með kveðju,
Jóel A.

Sæll Jóel. Þakka þér  bréfið. Ég vil gjarnan sýna skapheitu hugsjónafólki umburðarlyndi, jafnvel þótt hugsjónirnar gangi út á að greiða götu markaðsafla inn eftir spítalaganginum. Hins vegar segi ég minn hug í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær og síðan í dag hér á síðunni. Þar kemur fram að því fari fjarri að framkvæmdastjóri LÍ tali fyrir munn íslenskra lækna almennt.
Kv.
Ögmundur