AÐ HRUNI KOMINN Maí 2009
Ég vill spyrja þig af því hvernig þér dettur í hug að setja á
sykurskatt? Gerirðu þér í alvörunni ekki grein fyrir því að þá
eykst verðbólgan og í leiðinni lánin sem eru jú verðtryggð?
Afhverju eiga svo þeir sem eru að fara vel með tennurnar og drekka
gos í hófi að verða fyrir svona skatti, alltaf er það nú þannig hjá
ykkur vinstri mönnum að þeir duglegu uppskera aldrei en þeir lötu
lifa í velsæld. Í Guðanna bænum prófaðu að hugsa aðeins. Eða já
alveg rétt, þarft kannski að komast til Akureyrar til þess? Getið
eflaust eytt öðrum 400.000 kalli í gistingu og flug þangað í stað
þess að ...
reiður íslendingur
Lesa meira
...Hefur þú hugsað málið til enda Ögmundur minn? að setja á
sérstakan sykurskatt til að auka tannheilsu barna er álíka
áhrifalítið og að setja skatt á höfuðverkja töflur til að minka
áfengisneyslu eða skatt á sprautunálar til að minka
eiturlyfjaneyslu. Sykurskattur mun hækka neysluvísitöluna og þar
með lánin okkar! Framleiðendur eins og Mjólkursamsalan og Vífilfell
og fl. munu nota tækifærið og hækka verð á sykruðum vörum en um
leið auka vöruúrvalið á eiturvörum með sætuefni (aspartam) já
eiturefni! Nú þegar er nógu erfitt að kaupa mjólkurvörur og t.d.
ávaxtasafa og annað án þess að þeir innihaldi þetta gerviefni. Og
það er sannað að þó þeir sem eru að drekka þessa sykurlausu
gosdrykki skemma tennur sýnar jafn mikið, plús þær ...
Jónas Björgvinsson,
Lesa meira
...Ég sé undarlegan pistil á síðunni, sem kemur jú fyrir, þó
vefsíðan þín sé yfirleitt afar góð, af mínum smekk! Þessi
grein er með undirskriftinni Rósa Luxumburg, en ég hélt að það
glæpakvendi væri steindautt fyrir löngu!
Rósa lýsir öllum núverandi stjórnmálakerfum sem handónýtum og
almenningslýðnum til ógæfu, sem ég verð að vera sammála henni um að
miklu leyti, en hún nefnir þó ekki þau kerfi sem hún barðist gegn
og varð henni að bana, né það kerfi sem hún barðist fyrir og hefur
nú liðið undir lok með slæman orðstír, sem sé alþjóðakommúnismann.
Ég hef oft bent á að ...
Úlfur
Lesa meira
Sykurskatturinn, ég bara trúi þessu ekki á þig. Ertu virkilega
fallinn í þessa gryfju? Á að fara að ala alþýðuna upp í gegnum
skattinn? Er þetta það sem vinstri flokkarnir eru að vinna að? Hvað
með hrunið? Er það alþýðunni að kenna? Settu frekar "sykurskatt" á
elítuna og þá fylgi ég þér!!!
Elisabet Guðbjörnsdóttir
Lesa meira
Lýðheilsa er þáttur í menningu þjóðar, ekki málsgrein í
skattalögum. Stéttabaráttan er dauð og allir sammála um að verkefni
stjórnmálanna,sé að stýra hegðun lágstéttanna og gæta þess að
þrælarnir geti mætt í vinnuna, borgað vextina fyrir kapítalið. Og
þá snýst umræðan eðlilega um það sem á ensku kallast "social
engineering". Félags-verkfræði. Slík verkfræði beinist ávallt að
láglaunafólki og hegðun þess. Það eru hinir efnaminni, sem reykja
mest, borða óholla fæðu, stunda smáglæpi og eiga við alls kyns
hegðunarvandamál að stríða. Hæfnissamfélagið (meritocracy), sem er
hin hliðin á félagsverkfræðinni, og gengur í stuttu máli út á það,
að ...
Rósa Luxemburg
Lesa meira
Það er í mínum huga að rétti einstaklingurinn til að taka við
starfi aðalsamningamanns Íslands í aðildarviðræðum við
Evrópusambandið er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi
borgarstjóri og utanríkisráðherra. Það er að því gefnu að Alþingi
samþykki þingsályktunartillögu núverandi utanríksráðherra, Össurar
Skarphéðinssonar, og að ISG hafi heilsu til starfans. Hvorugt má
gefa sér fyrirfram og hef ég ekki kannað grundvöll þess atarna.
Mikilvægt er að pólitísk ábyrgð sé sett í öndvegi þegar Ísland
hyggst ...
Kjartan Emil Sigurðsson
Lesa meira
Þegar Evrópusambandið kynnti Lissabon-áætlun sína árið 2000 var
eitt helsta slagorðið að "Evrópa ætti að verða samkeppnishæfasta
efnahagseining heims árið 2010". Ekki er nú útlit fyrir að
það gangi eftir og vandséð hvað ESB hafði út úr slagorðinu annað en
afsökun fyrir þá sem trúðu á markaðslausnir og að samkeppni væri
leiðin að markinu til að keyra þá stefnu sína yfir önnur gildi. Því
hefur ESB á síðasta áratug misst sjónar á öðrum markmiðum sem
einnig voru sett í sambandi við Lissabon-áætlunina eins og t.d.
umhverfis-og félagslegum markmiðum.
Nú virðist hin nýja ríkisstjórn Íslands ætla að falla í sömu
gryfju, en eftir fyrsta ríkisstjórnarfundinn var kynnt ný
sóknaráætlun, þar sem það er "eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar
að Ísland verði orðið eitt af tíu samkeppnishæfustu ríkjum heims
árið 2020." Þetta líkist óþægilega mikið ....
Helgi
Lesa meira
Ég er Íslendingur búsettur í Vantaa, Finnlandi, ég kaus v-græna
vegna þess að við erum á móti aðild að Evrópusambandinu, hér
er linkur á síðu hjá Ríkissjónvarpinu í Finnlandi þar sem skoðanir
Finna á sambandinu eru aðalatriðið. Mín skoðun er sú að
Finnum, venjulegu fólki, finnst evrópska regluverkið vera þrúgandi
og smámunasamt og eru óteljandi dæmi þess. Haltu áfram
þínu góða hugsjónastarfi. Nú þarf að upplýsa þjóðina um alla
þá galla sem fylgja Evrópusambandinu. T.d. mín
ástríða....
Móses Helgi Halldórsson
Lesa meira
Sumir halda að hægt sé að banna burt fíknir og skattleggja burt
ósiði. Þetta hefur oft verið reynt, en niðurstaðan hefur alltaf
verið sú að gera fíknir að tekjulind glæpamanna og ósiðina að
tekjustofni fyrir ríkið og þrúga hina efnaminni.
Al Capone
Lesa meira
Ég verð bara að viðurkenna það að mér varð ansi heitt í hamsi
við að lesa svör Gordons Brown í fyrirspurnatíma Breska þingsins
varðandi Icesafe reikningana og hvenær þessir óreiðugemsar uppi á
Fróni yrðu látnir greiða skuldirnar. Svarið var einfalt: Hann ætlar
að ræða þau mál við AGS ekki íslensku ríkisstjórnina. Hvílík smánun
við fullvalda ríki að fara til AGS og ræða þar við stjórnarmenn en
ekki okkur sjálf. Hann virtist svo kokhraustur í svörum sínum að ég
þykist viss um að ... Ég má bara ekki hugsa það alveg til enda
minnugur varnaðarorða Atla Gíslasonar í ræðustól Alþingis með
umsögn réttarfarsnefndar í höndunum við setningu
Neyðarlaganna.
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum