Fara í efni

GANGI YKKUR ILLA!

Ég vill spyrja þig af því hvernig þér dettur í hug að setja á sykurskatt? Gerirðu þér í alvörunni ekki grein fyrir því að þá eykst verðbólgan og í leiðinni lánin sem eru jú verðtryggð? Afhverju eiga svo þeir sem eru að fara vel með tennurnar og drekka gos í hófi að verða fyrir svona skatti, alltaf er það nú þannig hjá ykkur vinstri mönnum að þeir duglegu uppskera aldrei en þeir lötu lifa í velsæld. Í Guðanna bænum prófaðu að hugsa aðeins. Eða já alveg rétt, þarft kannski að komast til Akureyrar til þess? Getið eflaust eytt öðrum 400.000 kalli í gistingu og flug þangað í stað þess að gefa það til að borga sem dæmi niður tannlæknagjöld eða mat handa fjölskyldum í erfiðleikum. Vona að stjórnin ykkar hrynji sem fyrst , gangi ykkur illa.
Kv.
reiður íslendingur

Þakka bréfið. Vandinn er sá að gangi okkur illa við landsstjórnina farnast okkur sem þjóð ekki vel. Ég þykist viss um að þú hugsir þetta ekki á þennan veg þótt þú teljir sykurskatt vera óráð hið mesta. Þú átt rétt á þeirri skoðun og átt marga samherja þótt ekki sé ég í þeim hópi.
Kv.
Ögmundur