Fara í efni

MIKILVÆGUSTU VERKEFNIN

Einkavæðing sjávarauðlindanna var versta slys Íslandssögunnar síðan 1262. Við hana hrundi stór hluti landsbyggðarinnar og valdið þjappaðist á fáa staði. Þetta varð til þess að auðvelda aðgang erlends auðvalds að Íslandi. Þessari þróun er ekki lokið.
Margir hafa bent á að Samfylkingin er ekki vinstri flokkur. Að minnsta kosti ekki í gjörðum sínum. Hún er flokkur sem er stjórnað af menntamönnum og þjónar fyrst og fremst kapítali. Vinstri Græn eru eini flokkurinn sem er hallur undir smárekstur.
Það sem mestu máli skiptir í samstarfi við Samfylkinguna er að afnema einkavæðingu sjávarauðlindanna, stöðva innrás erlends stórkapítals og koma í veg fyrir einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.
mkv
BJ