Fara í efni

NÚ ÞARF AÐ UPPLÝSA ÞJÓÐINA

Sæll Ögmundur.
Ég er Íslendingur búsettur í Vantaa, Finnlandi, ég kaus v-græna vegna þess að  við erum á móti aðild að Evrópusambandinu, hér er linkur á síðu hjá Ríkissjónvarpinu í Finnlandi þar sem skoðanir Finna á sambandinu eru aðalatriðið.  Mín skoðun er sú að Finnum, venjulegu fólki, finnst evrópska regluverkið vera þrúgandi og smámunasamt og eru óteljandi dæmi þess.   Haltu áfram þínu góða hugsjónastarfi.  Nú þarf að upplýsa þjóðina um alla þá galla sem fylgja Evrópusambandinu.  T.d. mín ástríða:  Breyttu jepparnir okkar,  reglugerðin í Evrópusambandinu er mjög ströng um hversu mikið götuskráðir bílar mega vera breyttir.  Landbúnaðurinn fer halloka. Hér eru ostar, mjólk, jógúrt grænmeti alls staðar að frá stöðum þar sem ódýrara er að rækta grænmeti sökum veðurfars.  Undanþágan sem Finnar fengu var einungis tímabundin. Sjávarútvegurinn:  Evrópusambandið lagði sjávarútveg í rúst á Bretlandseyjum. Sykuriðnaður lagðist af í einu héraði í Finnlandi fyrir nokkrum árum síðan út af tilskipun frá Evrópusambandinu. Vegakerfið:  Þarf mikillar endurskoðunar við,  hámarkshraði þarf til dæmis líklega að minnka á vegi 1 ef hann verður ekki breikkaður. Bara smá lóð á vogarskálarnar   http://www.yle.fi/uutiset/news/2009/05/pay_gap_and_food_choices_on_office_workers_mind_740501.html
 
Kv.
Móses Helgi Halldórsson, Vantaa