AÐ HRUNI KOMINN Júní 2009
Otto heitir maður Nordhus. Hans bisniss eru sjúklingar. Hann
vill endilega flytja "norræna sjúklinga" til Íslands til að lækna
þá þar. Það er með öllu óskiljanlegt af hverju hann gerir ekki
þessar aðgerðir í heimalandi sjúklinganna. Má það ekki? Er það
bannað í Svíþjóð og Noregi? Hafa menn velt því fyrir sér að ef Ottó
er leyft að koma til Íslands og setja upp skuggaheilbrigðiskerfi,
þá myndast þrýstingur á læknastéttina og ...
Hreinn K
Lesa meira
...Veistu, ég hef heyrt þennan málfultning áður. Þetta er sami
sálmurinn og Íhaldið söng þegar það kom á kosningafundi á
Keflavíkurflugvelli í den, þegar maður vann í hermanginu. Þá sögðu
Matti Matt og fleiri að ef herinn færi þá legðist millilandaflug af
á Íslandi í þeirri mynd sem það var þá. Mér fannst það vera bull þá
- og það reyndist bull. Mér finnst þessi Icesave talsmáti
sambærilegt bull í dag.
Guðmundur Brynjólfsson
Lesa meira
Ég las bréf Ólínu um "Stöðugleikasáttmálann". Flott grein eða
bréf. Kossaflangsið yfir yfirlýsingu um að skera velferðarkerfið
niður við trog. Hvar er Skaupið? Er íslensk vekalýðshreyfing
orðin galin - eða bara búin að vera? ræður einn för
hann Vilhjálmur Egilsson, fyrrum framkvæmdastjóri
Verslunarráðsins? Þau mæla með niðurskurði!!!! Á hvaða launum
er þetta fólk????? Svo mærið þið þetta rugl í ríkisstjórn Ögmundur?
Hvert eruð þið komin? Ert þú með í þessu? Ekki trúi ég því - og
þykist vita hið rétta. Að greiða götu álvers í Helguvík og
stækkun í Straumsvík - hvað er að gerast? Þetta las ég í
"stöðugleikasátmálanum". Og svo bara að skera og skera - gera allt
eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefst? Helst ganga
lengra!!!!!...
Félagi í BSRB
Lesa meira
"Enginn er eyland" sögðu gömlu kommarnir með Kristinn E.
Andrésson í broddi fylkingar. Getur Ísland því sagt sig úr lögum
við alþjóðasamfélagið? Verðum við ekki að samþykkja
Icesave-samningana eins og þeir liggja fyrir. Hér er meira sem er
undir. Ísland hefur ríka hagsmuni af því að sækja um aðild að
Evrópusambandinu. Það eru hagsmunir sem ...
Kjartan Emil Sigurðsson
Lesa meira
Í stöðunni er ekki um annað að ræða en að styrkja núverandi
ríkisstjórn. Hún er að þrífa upp skítinn eftir Sjálfstæðisflokkinn
og það tekur tíma. Ef ríkistjórn fellur t.d. vegna icesave þá er
það mikið slys og myndi valda óbætanlegu tjóni. Sósíalistar og
vinstri menn eiga ekki annað kost en að standa vörð um núverandi
ríkisstjórn! ...
Ólafur Ormsson
Lesa meira
...þá verður þú einfaldlega að segja nei við Icesave
samningunum. Því að með þeim er tryggt að kapítalismanum er
viðhaldið næstu tuttugu árin í faðmlagi við "Evrópu auðvaldið" og
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég er eigingjarn, ég vil lifa í þessu
landi, þessu landi sem er engu landi líkt. Ég vil geta haldið áfram
að tala tungumálið mitt og ég vil vera með skyldfólki mínu hér á
landi til frambúðar. Auðvitað er þetta sótugt vinnuumhverfi sem
fólk í stjórnkerfinu þarf að búa við, stórar ákvarðanir út um allt
en þetta mál er eitthvað sem á ekki að "skoða". Það á að afneita
því eins og það leggur sig. 300-600 milljarðar eru allt of mikið
fyrir þjóðarbúið.
Ágúst Valves Jóhannesson
Lesa meira
...Þetta var hálfóþægilegt, án þess að ég þyrfti að líta undan,
enda Brésnef og Moskva blessunarlega langt í burtu. En í dag var ég
minnt á þennan Brésnefs tíma í íslenskum fréttum og mér varð um og
ó. Hópur manna hafði raðað sér langsum meðfram vegg í
Þjóðmenningarhúsinu. Þetta var gert til að tryggja stöðugleika og
koma þeirri þjóð úr kreppunni, sem var hvergi nærri. Uppstilltir
töluðu þeir til þjóðarinnar gegnum sjónvarpslinsurnar. Allir á sama
máli, enda sórust þeir í fóstbræðralag, og fólkið heima
horfði.
En svo tóku þau brésnef á það.
Allt í einu stóð Vilhjálmur Egilsson upp og kyssti
forsætisráðherrann og faðmaði. Svo kyssti hún Gylfa forseta
Arnbjörnsson, hann kyssti Vilhjálm, Jóhanna kyssti starfandi
formann BSRB, hann kyssti Vilhjálm og svo föðmuðust allir og
kysstust. Þegar forseti ASÍ kyssti Helga Magnússon í Hörpu-Sjöfn
setti að mér ónotatilfinningu, ekki ósvipaða því sem ég hafði áður
fundið fyrir á...
Ólína
Lesa meira
Þakka góðan og upplýstan þátt á Bylgjunni í gærmorgun 23.
júní um ástand þjóðmála og Icsafe. Mér fannst afar athyglivert að
heyra þig segja að þjóðréttarfræðingar hafi metið stöðuna svo að
minnisblað fyrri ríkisstjórnar hafi ekki verið bindandi fyrir
núverandi stjórn...en eftir lestur Fréttablaðsins í dag um að
álverin skili ekki öllum gjaldeyri inn í hagkerfið hér heldur
braski með krónur ytra á undanþágu hjá Seðlabankanum skilur maður
að þjóðin lifir ekki á brotnum eggjum í lífsafkomukörfunni en
fiskurinn og ferðaþjónustan haldi þjóðinni á floti...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Rétta leiðin í IceSave málum er sú að EES þjóðir sem allar bera
sameiginlega ábyrgð á EES samningnum taki sameiginlega að sér að
greiða kostnaðinn sem hlýst af samningnum. Ekki er eðlilegt að
setja ábyrgðina á einn aðila. Í þessu kerfi þar sem fjármagn flæðir
um allt, þar eru allir ábyrgir sameiginlega. Bretar hafa tekið
skatta af fjármagnstekjum vegna IceSave, þeir hafa notið
fjárfestinganna sem IceSave hefur fjármagnað og svo framvegis. Nú
þarf að fara aftur á stúfana og ekki senda samninganefnd. Nú verðið
þið ráðherrarnir sjálfir að fara og ...
Hreinn K
Lesa meira
Ég þakka greinar þínar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu um
landstjórann frá AGS og tilraunir Þorsteins Pálssonar til að þagga
umræðu um pólitískan ágreining. Mjög fínt. Ég hef verið að
fylgjast með umræðunni í kjölfarið og er greinlegt að mikil
eftirspurn er eftir skoðanskiptum um þessi mál.
Ekki var ég sammála uppsetningunni á eyjan.is sem stillti því upp
sem einhverju nýju að þú sért fylgjandi atkvæðagreiðslu um aðild að
ESB.......Ég man ekki betur en þú hafi lengi sagt þetta, að
lýðræðið ætti að sitja í fyrirrúmi eða er það ekki svo? En nú spyr
ég þig í framhaldi af öllu blogginu, ertu kannski orðinn
Evrópusambandssinni?
Grímur
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum