AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2009
...Ég hefði viljað fá þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti
um aðild að ESB. Ég er jafnframt afar ósáttur við þau orð Jóhönnu
forsætisráðherra að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli aðeins vera
ráðgefandi en ekki bindandi. Ég er þeirrar skoðunar að enda þótt
öðru jöfnu megi gera ráð fyrir því að fulltrúar þjóðarinnar á
Alþingi séu frambærilegt fólk hvað vitsmuni snertir þá standi þar
hreint ekki allir okkur almennum borgurum svo langt framar. Lýðræði
er ekki algilt hugtak hvað þá fulltrúalýðræði. Ekki þarf langt að
sækja dæmi um skelfilega heimsku Alþingismanna og furðulegan
málflutning. Síðan er það ...
Áni Gunnarsson
Lesa meira
Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins skýrir í Morgunblaðinu af
hverju bótaþegar þurfa nú að greiða stofnuninni þrjú þúsund
milljónir króna. .... Hér er bara hálf sagan sögð, og tæplega það.
Forstjórinn lætur þess ekki getið að Jóhanna Sigurðardóttir, þá
félagsmálaráðherra, ákvað að breyta skerðingarreglum lífeyrisbóta
Tryggingastofnunar ríkisins í desember 2008....Breyttar
skerðingarreglur voru liður í efnahagsaðgerðum þáverandi
ríkisstjórnar og það var þáverandi forsætisráðherra sem ...Áður
skertu 50% fjármagnstekna bætur, eftir breytingu Jóhönnu
Sigurðardóttur skerðast bætur miðað við 100%, að teknu tilliti til
skiterís afsláttar. Það alvarlega við hálfsannleikann er að
almenningur gæti haldið að lífeyrisþegar væru að svindla á kerfinu
með því að ...Er þessi skerðing ígildi skattlagningar aftur í
tímann? ...
Ólína
Lesa meira
Ég verða að segja að VG, eða réttara sagt einstaka þingmenn þess
valda mér vonbrigðum.....Bretar og Hollendingar gerðu landinu
stóran greiða með því að stöðva íslensku bankana og verst var að
þeir gerðu það ekki fyrr. Íslenskum yfirvöldum var fyrirmunað að
gera það í tíma. Að sjálfsögðu á þjóðin að greiða breskum og
hollenskum innistæðueigendum til baka það sem ...AGS setti þau
skilyrði að Íslendingar greiddu Icesave-tryggingarnar, sem þeir
höfðu lofað þegar heimild til innlána var veitt í þessum löndum.
Þetta eru ekki ósanngjörn skilyrði og Íslendingum vel viðráðanleg.
Ég hef stutt VG fram til þessa en það eru farnar að renna á mig
tvær grímur...eru nokkrir þingmenn VG á einkatrippi...
Pétur
Lesa meira
...Nýlegar vangaveltur um aðkomu einkaaðila að
heilbrigðiskerfinu, í formi leigu á aðstöðu í Reykjanesbæ, eru mjög
gott dæmi um þessa leiðu tilhneigingu. Í greininni "Frekja
frjálshyggjunnar" segirðu að passa verði "að frelsi leiði ekki til
ójöfnuðar og mismununar". En bíðum við - hvar er frelsið í þessari
fyrirætlun? Ég get ekki komið auga á það: Það eina sem ég sé eru
fégráðugir aðilar sem hafa í huga að sækja sér skjótfenginn gróða í
gegnum ríkið. Í þessu tilviki yrðu það hin Norðurlöndin sem borguðu
brúsann, en eftir stendur þessi kaldi sannleikur: Þetta
einkafyrirtæki leitar ekki að viðskiptum við einkaaðila, heldur
vill það ná samningum við ríki um þóknun. Það er því enginn
markaður um ...
Herbert Snorrason
Lesa meira
Einn mikilvægur þáttur í að koma gjaldþrota Íslandi á lappirnar
er að samþykkja Icesave samkomulagið. Þetta er því miður illskásti
kosturinn. Vonlaust er fyrir Ísland að fóta sig á alþjóðavettvangi
ef þeir velja að vera óreiðumenn sem ekki greiða skuldir sínar. Og
hvers vegna ætti þjóðin að vilja það? Hún getur greitt og á að
sjálfsögðu að gera það. Um leið og Alþingi samþykkir samkomulagið
verður þjóðin búin að gleyma því. Það er vissulega forvitnilegt að
vita hvað myndi gerast ef samkomulagið yrði fellt. Þá myndast nýr
meirihluti á Alþingi um málið og sá meirihluti gæti kosið nýja
samninganefnd. Í slíkri nefnd ættu þeir, sem harðast hafa gagnrýnt,
að eiga sæti. Því miður gæti sú forvitni reynst þjóðinni ....
Pétur
Lesa meira
Mér er eins farið og þér, herðist við mótlætið. Hef aldrei þolað
ofríki. Segjum þrælsótta og þýlyndi stríð á hendur. Stend með þér
gegn auðvaldskúguninni...
Ó.J.
Lesa meira
...og nú er það Jón Bjarnason sem á að segja af sér fyrir að
orða það sem þjóðin öll er að hugsa, nefnilega að fresta
aðildarviðræðum við Evrópusambandið á meðan ESB-ríki hafa í hótunum
við Ísland. Þetta er hárrétt hjá Jóni Bjarnasyni. Það væri gaman að
fá að vita fyrir hvað við höfum greitt Sigríði Ingibjörgu kaup frá
síðustu kosningum. Fyrir að...
Sunna Sara
Lesa meira
...Svo er með alla stjórnarherra, að ef þeir eru beðnir um að
gerast böðlar stórvelda yfir eigin þjóð, þá er hið eina rétta að
standa og falla með eigin sannfæringu og berjast til þrautar fremur
en að þyggja starfið til þess að valda minni þjáningum en annar
böðull myndi valda. Stór hluti þjóðarinnar bindur vonir sínar við
heilsteypta stjórnarliða sem finna til þeirrar ábyrgðar sem felast
í því að verja sjálfstæði og auðlindir hennar. Til þess ert þú á
Alþingi Ögmundur og í ríkisstjórn. Við treystum á þig. Það er
auðvelt að taka réttar ákvarðanir, en það eru þær ákvarðanir sem
gerir þér fært að standa áfram uppréttur og horfast í augu við
fólk, vitandi að þú gerðir hið rétta. Þú ert þannig maður Ögmundur
og vonandi verður þú ætíð þannig.
Með baráttukveðjum,
Þórarinn Einarsson
Lesa meira
Ég sé að ríkisstjórnin er búin að skipa nefnd, heitir nefndin
eftir gömlum fréttaþætti á Stöð 2, 20/20. Í nefndinni -
"20/20 - Sóknaráætlun fyrir Ísland" - er einn
fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans. Það er bankinn sem þeir
stjórnuðu Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason. Þessi
banki seldi útlendingum vaxtakjör sem hann gat ekki staðið við og
hneppti þjóðina í fjötra. Skipan nefndarinnar misbýður mér og ég
spyr mig: Ætlar þessi ríkisstjórn ekkert að læra, lærði hún ekkert?
Ég skora á þig Ögmundur að kynna þér lagaákvæðin um ábyrgð
bankastjórnarmanna og svara mér svo hvort ...Það eina sem þið
bjóðið upp á eru gamlar lummur, engin ný hugsun, ekkert
hugmyndaflug, bara þetta kreppta hugarfar. Það þarf
stefnubreytingu, djörfung og dug. Eitt að lokum...
Hafsteinn
Lesa meira
Á sama tíma og útvarp ríkisins messar yfir landslýð um ágæti
evrópskrar samvinnu, og á meðan sá Evrópuklúbbur íslenskra
háskólamanna, sem sleginn er ESB-styrkjaglýju, útbreiðir
fagnaðarerindið, berast skilaboð frá fulltrúum evrópsku
stórfyrirtækjasamsteypunnar út til Íslands. Fyrst var það
Þverhagen, utanríkisráðherra Hollands, sem vill að
Íslendingar gjaldi keisaranum það sem keisarans er. Svo er það Carl
Bildt, utanríkisráðherra Svía. Einn harðasti íhaldsmaður, sem Svíar
hafa alið, ef undan er skilinn Gösta Bohman. Hver voru skilaboð
Bildts fyrir hönd ESB? Jú, aðild Íslands myndi auka aðkomu ESB að
norðaustursvæðinu vegna náttúruauðlindanna sem þar er að finna.
Hvar er nú útvarp ríkisins og hvar eru nú hinir hlutlægu,
háskólaborgararnir sem hafa gert Evrópu að sérsviði sínu? Sá eini
sem vakið hefur máls á útþenslustefnu ESB til norðurs er Björn
Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og það gerir hann með
þungum rökum...
Ólína
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum