Fara í efni

ÞÚSUND MILLJARÐA STJÓRNIN

Ef svo illa fer að lítið komi uppí eignir Landsbankans og ef það reynist rétt, að tryggingasjóður hafi ekki forgangsrétt í eignir bankans, gæti farið svo að kröfur sem féllu á ríkið næðu 1000 milljörðum króna. Það hljómar dálítið geggjað að heyra stjórnmálamenn segjast ætla að taka "pólitíska ábyrgð" á því. Hvernig mun það birtast okkur?
Ef VG ákveður að samþykkja samninginn til að tryggja ríkisstjórninni líf, þá gæti það orðið dýr ákvörðun fyrir Ísland.
Samfylkinguna þarf ekki að fara mörgum orðum um, þau hafa ekki breytt sínum háttum í neinu. Þau sögðu árið 2007 að þetta myndi áreiðanlega reddast. Þau sögðu það líka 2008 og skammast sín ekki neitt. Fór lítið fyrir pólitískri ábyrgð þar. Enn segja þau, að allt muni reddast einsog óforbetranlegir áhættufíklar. Þau hafa hingað til ekki haft rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin tekur undir öll sjónarmið Samfylkingar og kemur hið fornkveðna upp í hugann að dregur hver dám af sínum sessunaut. Þessi stjórn kynni að fá þau eftirmæli í sögunni að nefnast Þúsund milljarða stjórnin.
Og væri þá verr af stað farið en heima setið.
mkv
Hreinn K