AÐ HRUNI KOMINN Ágúst 2009
Lán til Magma Energy; Þessi Magma-samningur minnir mig
ískyggilega á "Cross-Border-Leasing" -samninga þá, sem þýzk
bæjarfélög gerðu fyrir fáeinum árum við bandarísk
fjárfestingarfélög til 99 ára til thess m. a. ad fá fé uppí
skammtímaskuldir. Núna eru þessir samningar ( "linir" US dalir móti
"harði" evru ) að sliga þessi sömu bæjarfélög ,- þau þurfa ad
afskrifa milljarðaverdmæti ( ! ) Einsog segir í "credo"
kapitalismans: " There is no such thing as a free lunch"
Kvedja,
O.M.
Lesa meira
Plan Breta og AGS er einfalt:
1) Íslendingar skrifa undir ábyrgð að upphæð ca. 700 milljarðar
króna
2) Íslendingar taka lán að upphæð 700 milljarðar króna hjá
IMF
3) Lánið sem er geymt í Washington/London, er fryst, þar til við
höfum staðið við ábyrgðina.
Fyrirvarar? Hvaða fyrirvarar? ..
Hreinn K
Lesa meira
... Ég hef verið að velta fyrir mér þessum tilboðum Magma Energy
í orkufyrirtæki hér á landi. Allt í þessu máli minnir mann á
aðvaranir sem heyrðust þegar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom hér
inn í kjölfar hrunsins. Bent var á hættuna á því að við myndum
selja auðlindir okkar ódýrt bara til að fá einhvern gjaldeyri inn
og að sjóðurinn myndi þrýsta á stjórnvöld að samþykkja slíkar
hugmyndir. Núna virðist þetta vera að gerast. Það getur varla
talist eðlilegt að Orkuveita Reykjavíkur sé að lána stóran hluta
kaupverðsins sem kúlulán til 7 ára. Á þeim tíma getur Magma
blóðmjólkað fyrirtækið í formi arðgreiðslna og fengið aðgang að
þeirri þekkingu sem búið er að byggja upp innan fyrirtækisins. Að 7
árum liðnum veit enginn hvað gerist sbr. reynsluna af ...
Kristján Gunnarsson
Lesa meira
...Afhverju er ekki krafan um endurnýjun á vísitölutenginu launa
til umræðu á þingi og hjá stéttarfélögunum í landinu? Ég er
viss um að vísitölu tenging lána okkar yrði fljót að hverfa ef laun
ættu að njóta sömu hækkana...
Guðjón
Lesa meira
Þó þú hafir ekki svarað mér fyrir kosningar fyrirspurn er ég bar
til þín (þrátt fyrir loforð þar um) vil ég ekki erfa það við þig.
Ekki nú, því vá stendur nú fyrir dyrum. Ögmundur Jónasson, enga
þarftu yfirvegunina, einungis réttvísina - EKKI SAMÞYKKJA!
Þór Þórunnarson
Lesa meira
...Það er auðvelt að vera digurbarkalegur í netheimum, en þú og
samflokksmenn þínir hafa sanna að þar endar hugrekkið, sbr.
atkvæðagreiðsluna um aðildarviðræður við ESB. Hvernig væri nú sýna
að ég hafi ekki rétt fyrir mér!
Árni Einarsson
Lesa meira
...Við verðum að vinna fyrir gjaldeirsforða þjóðarinnar með
útflutningi og þjónustu. Það er glæpsamlegt að taka stórlán á
okurvöxtum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að skapa gervi
gjaldeyrissjóð. Við eigum að hætta að snapa eftir lánum um alla
heimsbyggðina til að borga lán af lánum og gróða
blóðsuga! Við eigum að reka Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr
landi, strax! Eins og komið er eftir hræðilega óstjórn, eyðslu,
sukk og svínarí undanfarin 20 ár sem hefur ekki lynt með núverandi
stjórnvöldum, þá er þjóðin orðin fátæk, sárafátæk og verður svo á
næstu árum! Þá er spurningin sem Ágúst Valves Jóhannesson svaraði
...
Helgi
Lesa meira
Hugsið um þetta og hugsið um Icesave ... Takið síðan undir með
okkur á ...
Hjörtur Hjartarson
Lesa meira
...það verður að nást þverpólitísk samstaða um málið. Bretar og
Hollendingar eru háðir ríkisábyrgð, því ef hún fæst ekki fá þeir
bara þá peninga sem eru í tryggingasjóði sem er bara brot af
upphæðinni. Svo allt bull um að þeir muni ekki vilja semja við
okkur er bara áróður frá ESB mönnum. Það er hagur Breta og
Hollendinga semja við okkur ...
KF
Lesa meira
Þór Saari, alþingismaður sagði í útvarpi að i
afgreiðslu fjárlaganefndar fælist sigur Alþingis yfir
framkvæmdavaldinu. Að mínum dómi lýsir sú skoðun full þröngum
hugsanagangi...en afgreiðsla fjárlaganefndar á Icesavemálinu felur
í sér tímamót í seinni tíma stjórnmálum þjóðarinnar. Forysta
Sjálfstæðisflokksins þarf til dæmis að skilja og skynja að hún er
líka sigurvegari í málinu...Sama gildir alla þá sem eiga þátt í
lausninni. Utan frá séð hefur verið ánægjulegt að sjá framgöngu
ykkar þingmanna VG, Guðbjartar Hannessonar frá Samfylkingu,
Kristjáns Þórs Júlíussonar, Sjálfstæðisflokki, og síðast en ekki
síst finnst mér að Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, eigi hrós
skilið...
Ólína
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum