Fara í efni

FLOKKAR SEM SIGRUÐU SJÁLFA SIG

Þór Saari, alþingismaður sagði í útvarpi að i afgreiðslu fjárlaganefndar fælist sigur Alþingis yfir framkvæmdavaldinu. Að mínum dómi lýsir sú skoðun full þröngum hugsanagangi. Mér finnst afgreiðsla fjárlaganefndar fela í sér sigur flokkanna sem sammæltust um lausnina á sjálfum sér. Það er stærsti sigurinn. Hér í landi er sagt: Tap og vind med samme sind, svona eins og til að undirstrika fornan ólympískan anda kappleiksins, en afgreiðsla fjárlaganefndar á Icesavemálinu felur í sér tímamót í seinni tíma stjórnmálum þjóðarinnar. Forysta Sjálfstæðisflokksins þarf til dæmis að skilja og skynja að hún er líka sigurvegari í málinu. Afstaða flokksins og forystunnar er merkilegri en uppgjörskýrslan sem Vilhjálmur Egilsson ritstýrði fyrr á þessu ári. Sama gildir alla þá sem eiga þátt í lausninni. Utan frá séð hefur verið ánægjulegt að sjá framgöngu ykkar þingmanna VG, Guðbjartar Hannessonar frá Samfylkingu, Kristjáns Þórs Júlíussonar, Sjálfstæðisflokki, og síðast en ekki síst finnst mér að Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, eigi hrós skilið. Eftir langar sumarvikur er ég sem kjósandi stoltari en ég var á útmánuðum. Framganga nokkurra framsóknarmanna er á þessum tímamótum sorgleg.
Ólína