AÐ HRUNI KOMINN September 2009
... Fyrir aldarfjórðungi vorum við samherjar í baráttu fyrir
fólk sem hafði lent í misgenginu fræga 1983-1984. Þú í
Sigtúnshópnum en ég á Akureyri. Nú þegar hrópað er á leiðréttingu
vísitöluhækkunar upp á 10% á einu ári verður mér hugsað til 40%
hækkunar á lánskjaravísitölunni 1983 með fasta launavísitölu. Þá
var lítið gert annað en að lengja í lánum og bjóða upp á
viðbótarlán. Munurinn þá og nú er að vísu sá að þá voru menn ekki
skuldsettir langt upp fyrir haus, ekki með bílalán og lán til
nánast alls sem mönnum datt í huga að kaupa. Lánafylleríið mikla
þar sem bankarnir mokuðu út lánsfé eins og ÁTVR hefði gefið öllum
alkóhólistum þjóðarinnar vín!!! Að mínu áliti er engin ástæða til
að gera ...
Magnús
Lesa meira
Uppnám og vanstilling fer nú eins og vindhviða fyrir
dómkirkjuhorn. Sá sem því veldur er Davíð Oddsson, ritstjóri. Ég
skil ekki að menn skuli nenna að fá útrás fyrir óánægju sína í
Davíð Oddssyni. Ég er svo sem engin sérstök áhugamenneskja um
Davíð, en mér finnst hann ekki njóta sannmælis þegar menn eru að
reyna að staðsetja hann í íslenskum stjórnmálum, staðsetningu sem
menn nota svo til að sannfæra sig um að hann muni misnota
Morgunblaðið sem sumpart á sér glæsta sögu og hefð, sem íslenskir
blaðaunnendur ættu að meta.
Án þess að draga fjöður yfir þá skoðun mína að mörg mistök voru
gerð á efnahagssviði á löngum fosætisráðherratíma Davíðs Oddssonar
þá held ég að sagan muni ekki skilgreina hann sem einskæran
sérhagsmunagæslumann, fjarri því. Rithöfundur er ekki
sérhagsmunagæslumaður. Ég er til dæmis ekki viss um að Davíð
stjórnmálamaðurinn sé meiri ...
Ólína
Lesa meira
Á að setja bráðabirgðalög um Icesave í fullum trúnaði? Eru allir
búinir að tapa sér í leynimakki? Menn geta gefið eftir í
Icesavemálum, en ekki með því að rjúfa trúnað við þjóðina og
lýðræðið. Það má ekkert gera í þessu máli án aðkomu þingsins.
Hreinn K
Lesa meira
Reuters fréttastofan sendi frá sér frétt í gær. Fréttin var um
siðferði danskra hægri manna, um ungan dómsmálaráðherra, Lene
Espersen. Lene þessi lét þess getið þegar hún kom fyrir
fjárlaganefnd danska þjóðþingsins að hún hyggðist láta kanna, hvort
ástæða væri til að ábyrgðarvæða þá sem stýrðu danska
fjármálaeftirlitinu. Nú hefur Lene Espersen falið óháðum
lagasérfræðingum að kanna hvort efni eru til þess að höfða mál gegn
stjórnendum og ábyrgðarmönnum danska fjármálaeftirlitsins á
grundvelli laga um réttindi og skyldur þeirra sem gegna opinberum
embættum. Svona bregst ...
Ólína
Lesa meira
Viska þorsteins Pálssonar er ekki þjóðhagslega hagkvæm. Hann
hefur farið í gegnum dómgreindar hreinsun Sjálfstæðisflokksins. Of
fáir hafa komist frá þeirri hreinsun með nothæfa dómgreind í
landsmálapólitík í áraraðir. ESB áhugi sumra sjálfstæðismanna er
gott dæmi um það. Mér ofbýður stundum.... Þorsteinn talar eins og
hann sé óreyndur í þannig vinnu. Hann minnir mig á barn í
sandkassaleik ...
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
Lesa meira
...Þið svikuð fólkið í landinu svo illilega eftir að þið komust
til valda að ykkur verður ekki fyrirgefið. Þið eltið alla ...
rotnu spillinguna og vitleysuna í Evrópuflokki Jóhönnu Sig. og
co. Það er sárt að segja að fjöldi fólks getur ekki lengur
vitað hvort það sem þið segið er logið eða satt, hvort orð ykkar
muni standa. Og það er ykkar tap.
Þið voruð andvígir AGS (IMF) og þeir ...
EE elle
Lesa meira
...Þegar Þórólfur Matthíasson kynnti sínar hugmyndir á dögunum
hrökk ég við, vegna þess að þarna voru nákvæmlega sömu hugmyndir á
ferðinni og við höfðum skoðað 1983. En nauðsynlegt er að laga
einnig öll viðmið varðandi verðtryggingar og miða verður við
verðmæti fastaeignanna hverju sinni. Það er ekki flókið og við
eigum vísitölu sem hægt er að nota með nokkrum breytingum til
viðmiðunar. Það er síðan viðfangsefni stjórnmálanna að ákveða í
hvaða hlutfalli af tekjum væri eðlilegt að endurgreiðslan væri og
ekki ósennilegt að hlutfallið yrði að vera eitthvað lægra en við
gerðum ráð fyrir forðum.
Kristbjörn Árnason
Lesa meira
Mig langar til að þakka Ólínu fyrir lesendabréfið/greinina hér á
síðunni hjá þér nýlega Ögmundur undir yfirskriftinni
Veröldin að hætti Þorsteins....Þetta er
afburða góð pólitísk greining Ólínu á skrifum Þorsteins Pálssonar,
fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins. Ólína hefur greinilega góða
sögulega yfirsýn. Ekki búin að gleyma því að Þorsteinn er...gamall
harðlínupólitíkus úr Eimreiðarhópnum sem vildi Báknið burt, les:
Niður með velferðarkerfið!
Mér varð hugsað til þessa þegar Þorsteinn sagði í Moggaviðtali
fyrir nokkrum dögum að sér þætti þjóðfélagsleg nauðsyn og ábyrgt
þegar VG sviki stefnumál sín! Hver skyldu þessi stefnumál vera?
...
Grímur
Lesa meira
Mikil vá vofir nú yfir þar sem útlendingar eru nálægt því að
eignast þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og OKKAR landsmanna.
HEIMSKA EÐA MÚTUR?: Ekkert annað skýrir þessar gjörðir
landráðaflokkanna í Borgarstjórn en mútur því enginn heilvita maður
myndi svíkja þjóð sína svona, en þetta eru víst ekki heilvita menn.
Og þó nóbelsverðlaunahafinn Joseph E. Stiglitz hafi nánast fallið á
kné og grátbeðið okkur fyrir nokkrum dögum að GERA ÞETTA EKKI. Hann
sagði að ....
Skattborgari
Lesa meira
...Villi hefur 100% rétt fyrir sér á vefsíðunni þinni dag. Ég
veit að menn sjá mikið eftir að einkavæða eldhús og
ræstingar á sjúkrahúsunum í Kanada, og þá örugglega
annarsstaðar. Það er reynt í gríð og erg að snúa við, en það
reynist kostnaðarsamt eftir breytinguna þar sem að allt verður að
byrja upp á nýtt. Tækin, starfsfólkið og þjónustan er orðin allt
önnur og einkafyrirtækin hafa fengið þefinn af einokunarstöðu
sinni. Þau vilja eðlilega ...
Helgi
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum