Fara í efni

ÞIÐ STÁLUÐ VONINNI

Ögmundur.
Þið svikuð fólkið í landinu svo illilega eftir að þiðkomust til valda að ykkur verður ekki fyrirgefið. Þið eltið alla rotnu spillinguna og vitleysuna í Evrópuflokki Jóhönnu Sig. og co. Það er sárt að segja að fólk getur ekki lengur vitað hvort það sem þið segið er logið eða satt, hvort orð ykkar muni standa. Og það er ykkar tap.
Þið voruð andvígir AGS (IMF) og þeir auðvalds-handrukkarar eru nú komnir inn á gafl. Og þeir munu bara herða ólarnar þvi það er það sem þeir gera: Eyðileggja lönd og tortíma, hjálpa þeim ekki.
Hví kusuð þið með Evrópu-inngöngu án þjóðaratkvæðis?
Hví fellduð þið það tækifæri þjóðarinnar að fá þó seinna bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu?
Hví samþykktuð þið ólöglegt ICE-SLAVE sem skattborgarar Íslands bera enga ábyrgð á og ekki ríkissjóður?
Hví geta ehf og glæpafyrirtæki losnað úr milljarða skuldum og almenningur þó píndur í skuldafjötra út yfir gröf og dauða? Skuldafjötra af völdum glæpabanka og gengisfalls og óðaverðbólgu sem þeir ollu?
Hví settuð þið ekki neyðarlög og stoppuðuð útsöluna á hlut Orkuveitunnar í HS Orku til erlends skúffufyrirtækis?
Hví fengu þeir að kaupa hlutinn ódýrt og með kúluláni og engum veðum? Og halda afnotaréttinum í 65 - 130 ár!
Einn maður skrifaði þetta um ykkur:

En ég er svona harðorður út í VinstriGræna, því þeirra skylda var að berjast gegn siðleysi græðginnar, ekki styrkja hana. Þetta er svona svipað og prestur sem er staðinn að barnaníði. Hans hlutverk er að hugga og sýna samúð, ekki að níða og skemma. VinstriGrænir stálu voninni sem þeim tókst að kveikja með skeleggri forystu Steingríms og Ögmundar. Alveg þar til þeir komust í stjórn. Get ekki fyrirgefið þeim það.
EE elle

Þakka bréfið. En voninni höfum við vonandi ekki stolið til langframa frá þjóðinni! Við sem skipum núverandi ríkisstjórn búum sjálf yfir von í brjósti og munum ekki láta okkar eftir liggja í baráttunni fyrir að endurreisa Ísland. Evrópusambands-aðildarafstaða mín þurfti engum að koma á óvart og skrifaði ég heilmikið um það efni hér á vefsíðunni og í blöð fyrir undangegnar Alþingiskosningar, sbr. t.d. https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/audvitad-kjosum-vid-um-evropusambandid  https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/kjosum-um-nato
Kv.
Ögmundur