AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2009
Tvær stuttar spurningar til þín Ögmundur. Jóhanna Sig. segir í
Frbl.27.nóv.2009, að verði Icesave ekki samþykkt sé verið "að koma
í veg fyrir allar þær stórframkvæmdir sem eru á döfinni". Tekur þú
undir þessi stórkarlalegu orð Jóhönnu, sem að mínu mati fela í sér
undarlega samtvinnaða réttlætingu fyrir Icesave og gamaldags
stóriðjustefnu? ...
Pétur Örn
Lesa meira
...Það er alltaf jafn dapurlegt að heyra útskýringar Indriða H
aðstoðarmanns Steingríms J um að þetta og hitt sé misskilið í því
sem hann sé að gera og allt rétt sem hann ákveði. Eru menn búnir að
gleyma hans túlkun sem Ríkisskattstjóra á skattskyldu lögaðila
vegna Kárahnjúkavirkjunnar og að Impregilo skyldu greiða opinber
gjöld starfsmanna á virkjunarsvæðinu?? Indirði H kom ekki fram í
fjölmiðlum þegar Hæstiréttur snéri þessu við og ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Verðið þið í liði með Nixon eða Lennon? Heims-kapítalismans
eða fólksins? Hugsið -hvert ykkar og eitt- hugsið í hvert sinn sem
þið snertið takkana á þingi? Við, umbjóðendur ykkar, munum dæma
ykkur.........að lokum.
Með kveðju,
Pétur Örn
Lesa meira
Getur verið að sjálfstæði Seðlabanka sé stjórnarskrárbrot.
Fjárhættuspil Más Guðmundssonar á ábyrgð íslenskra skattgreiðanda
er utan fjárheimilda fjárlaga. Svo virðist sem Seðlabanki standi
fyrir utan lög og reglur, geti tekið lán og sólundað þeim í
gjaldeyrisbrask án eftirlits alþingis og án heimilda...
Hreinn K
Lesa meira
Sammála þér Ögmundur um Arion bankann. Þetta er ömurlegt nafn
svo ekki sé meira sagt, hreint ömurlegt. Þetta nafn sæmir engum
banka nema þeim sem ætlar sér eitthvað glæpsamlegt. Ég sem maður
get ekki borið virðingu fyrir þessum banka, ég vildi fá aftur
Búnaðarbankann með sínum eðlilegum og íslenzkum hefðbundnum gömlu
góðu gildum. Ekki finnst mér heldur bankastjórinn traustsins
verður, hann hefur gengið hart að viðskiptavinum sínum og ætti þess
vegna að ...
Carl Jóhann Lilliendahl
Lesa meira
...Önnur saga; hvet þig og þitt fólk að gera fólki áfram kleift
að nýta sér séreignarsparnað enn um sinn og ekki láta slitna á
milli greiðslna til fólks eins og við blasir um komandi áramót, en
þá eru þeir sem hófu töku um leið og unnt var búnir með þann kvóta
sem þá var til úthlutunar. Ég sé í kringum mig bæði við leik og
störf að þessir aðilar hafa getað með þessu móti staðið sína pligt,
bara ekki slíta á milli svo að þessir aðilar sem njóta í dag, þurfi
nú ekki að fara að bíða á meðan einhver nefnd fer að spekulera í
einhverjar vikur eða jafnvel mánuði...
Óskar K Guðmundsson, fisksali.
Lesa meira
Verðtrygging á lánum Ljóst er að það þarf að bæta upp það mikla
fjárhagslega tjón sem varð við efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Ein leiðin sem farin er nú er að hækka skatta á
hinar ýmsu vörur og þjónustu. Þetta veldur því að þessir hlutir
hækka í verði og við það eykst verðbólgan. Skelfileg afleiðing þess
er að öll húsnæðislán hækka vegna verðtryggingar ...
Ólafur Örn Pálmarsson
Lesa meira
Og svo stofnsettu þeir banka...sem átti íbúð í Lundúnum sem hann
lánaði fyrirmönnum fyrr á tíð. Allir skráðu nöfn sín í gestabók. Sú
bók hvarf þegar fletta átti upp hverjir ...Mér finnst þessi
Arion vera úr Ármúlanum í Reykjavík, eða er það misminni? Mig
minnti að Arion væri gamalt verðbréfumsýslufyrirtæki, eða var það
fyrirtæki sem hjálpaði innlendum að koma fé úr landi? ... Voru það
ekki þeir sem kynntu sig svona uppá ensku.....
Mig minnir að þeir hafi tekið fram, hjá gamla Arion, sérstaklega
þetta: "Starfsfólk Arion vinnur eftir starfsreglum sem eru
samþykktar af Fjármálaeftirlitinu."
Grískt skal það vera, og glaðlegt, nema ef heitið verður skýrt með
lítilli sögu um ...
Ólína
Lesa meira
Ég tek undir með "einni atvinnulausri" sem skrifar þér á
heimasíðuna um "Norrænu vinstri velferðarstjórnina". Ég sé nú ekki
lengur mikið vinstri í þessari ríkisstjórn. Ekki hjálpaði að þú
fórst úr stjórninni og Álfheiður Ingadóttir var sett í þinn stað.
Gagnrýni þín virtist ekki torvelda henni að setjast í þitt
ráðherrasæti eins og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hafði manndóm í
sér til að afþakka. Mér sýnist fátt trufla ráðherrana annað en að
óttast um stólana sína. Aldrei hefði ég trúað þessu á VG!!! Eina
sem ...
Ein sem kaus VG síðast
Lesa meira
...Einasta sem ríkisstjórnin gerir að EIGIN frumkvæði er að
skera niður í velferðarkerfinu. Ætlist þið til þess að vera tekin
alvarlega? Átti þetta ekki að vera vinstri stjórn - átti hún ekki
að heita Norræn velferðarstjórn sem verndaði launafólkið og
velferðina? Sjálf var ég að missa vinnuna eftir tuttugu ára starf á
velferðarstofnun vegna niðurskurðar sem fjármálaráðherrann segir að
hafi tekist stórkostlega vel. Átti þetta að vera brandari? Mér
er ekki hlátur í huga.
Ein atvinnulaus
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum