AÐ HRUNI KOMINN Desember 2009
...Við viljum bera okkur saman við Norðurlöndin og standa
jafnfætis þeim en á sama tíma og margir Íslendingar eru
atvinnulausir, búa við skert laun og vinnuframlag eða eru flúnir
land svo þeir geti greitt skuldir sínar. Þá eru margir að reyna að
byggja sig upp, klára óklárað nám eða bæta við sig þekkingu á meðan
allt er í lægð. Forseti Finnlands var spurður að því um daginn hvað
væri leyndarmálið að baki finnskri velmegun, svarið var einfallt:
Menntun, menntun og meiri menntun. Því finnst mér RANGT og ég
styð það ekki að draga saman seglin í menntun og koma á ...
Helgi Halldórsson
Lesa meira
...Gæluverkefni svo sem styrkir til stjórnmálaflokka máttu
hverfa 1-2 ár og ná þar í 400 milljónir hvert ár, listamannalaun
mátti alveg þurrka út og verja því fé til öryrkja og svo mætti
lengi telja. VG standa fyrir velferð fólksins og harður
niðurskurður í stað hagsmunapots við útdeilingu í Fjárlaganefnd
minnir um margt á skömmtunarnefndirnar um 1950 þegar réttur litur
varð að vera á mönnum til að fá að kaupa bíl sem dæmi. Ekki er
minnst á verkalýðsfélög sem munu bregðast hart við á næsta ári og
...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Ég er sjálfur sannfærður um það að ef kreppan verður ekki sá
steinn sem hleypir af skriðu sjálfsskoðunar og umbóta í okkar
þjóðfélagi, þá muni fara illa fyrir okkur, hvernig sem okkur mun
reiða af efnahagslega eftir síðustu áföll. Aðskilnaður
framkvæmdavalds og löggjafarvalds, vönduð, fagleg og óháð
stjórnsýsla, gegnsæi og fagleg vinnubrögð við val á einstaklingum í
opinber störf og virkt lýðræði eru lykilatriði. Efling frjálsrar og
óháðrar fjölmiðlunar er líka lífsnauðsynleg. Það er sorglegt að
allt þetta tal um peninga og skuldir hefur drekkt umræðunni um
raunverulegar þjóðfélagsumbætur og ...
Þórhallur Pálsson
Lesa meira
...Þvi miður verð ég að segja að vonbrigði mín með störf ykkar
Vinstri Grænna og Samfylkingar eru gríðarleg. Ég studdi það að
skipt yrði út hér í vor en þið hafið ekki staðið ykkur sem skyldi.
Það er mín skoðun að þið hafið svikið þjóð ykkar, logið ykkur inn á
þing og til þess að átta ykkur á þvi hvað ég er að fara þurfið þið
ekki annað en að hlusta á upptökur frá kosningabaráttunni í vor, og
lesa birtar greinar í öllum blöðum. Þið hafið algjörlega brugðist
heimilunum í landinu og geri ég fastlega ráð fyrir þvi að sá dagur
muni koma að þið munið gjalda fyrir það dýru verði. Þið kallið
ykkur velferðar stjórn en hvaða velferðarstjórn gerir ...
Steinar Immanúel Sörensson
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Mig langar að fara nokkrum orðum um ummmæli í þinn garð síðustu
daga. Ég verð að viðurkenna að ég hef alls ekki aðhyllst VG,
reyndar ekki heldur aðra fjórflokkana á þingi, en nú hef ég
allavega sannfærst um að ennþá sé von fyrir alþjóð um að það sé til
málsvari almennings, mann sem stendur á sannfæringu sinni og
stendur og fellur með skoðunum sínum. Sá fréttaflutningur síðustu
daga er aðeins þér í hag og ég veit að þú munt standa uppi sem
sigurvegari að lokum. Því miður ert þú ennþá málsvari VG, ég mun
reyndar aldrei kjósa þá eða þann flokk, en ég mun alltaf styðja þig
hafi ég ...
Þorsteinn
Lesa meira
...Sem þú bendir ár, er það rétt að vafi leikur á því hvort
okkur beri skylda til að greiða þessi töp Breta og Hollendinga! Því
á þetta ekki að ákveðast á Alþingi undir hótunum - heldur fyrir
alþjóðlegum dómstóli...Þess heldur er það fáránlegt að hneppa
komandi kynslóðir í ánauð í fleiri áratugi. Það er margt líkt með
þessum samningum eins og með samningunum við Þjóðverja eftir fyrra
stríðið. Nauðung sem leiddi till óskapa...Vextirnir eru útí loftið
og stærsti bagginn. Engir vextir, þá kannski getum við samþykkt að
borga til að sýna góðan vilja! ...Að svínbeygja sig fyrir hótunum
Evrópumafíunnar er litlu betra en að ...
Karl Johannsson
Lesa meira
Tjón af Ömma ekkert hlýzt,
í sig fær hann veigum skvett.
Þótt hugsun skýr menn skreyti víst
þá skiptir mestu að kjósa rétt.
....
PP
Lesa meira
Líklega hefur þessi þjóð sjaldan staðið frammi fyrir líkum vanda
og nú eftir fyllirí markaðsgemsanna í boði Sjálfstæðisflokksins. Í
ljósi sögunnar sjáum við að þessari þjóð er fátt ofvaxið þegar hún
gengur samhent og heils hugar til verks....Er það ekki
lágmarkskrafa til fólks sem þetta samfélag hefur séð fyrir
skólagöngu gegn um jafnvel áratugi hunskist til að leyfa
fræðimennskunni að hafa forgang fram yfir blinda flokkshollustu?
Það er nefnilega í mínum huga forsenda fyrir farsælli lausn á þeim
risavöxnu verkefnum sem samfélagið stendur nú frammi fyrir að allir
leggist heils hugar á árar með hagsmuni næstu kynslóða að
leiðarljósi.
Árni Gunnarrsson
Lesa meira
Pistillinn þinn (Tíu staðreyndir um Icesave...) og bréf Ólínu
(Borgar þungaiðnaður brúsann?) hér á síðunni eru hárréttir.
Niðurstaða mín er samt þessi: Það verður að samþykkja Icesave á
þingi. Annnars fáum við Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk í stjórn
sem samþykkir Icesave í lítt breyttu formi og stormar síðan inn í
ESB. Sú ríkisstjórn yrði verri en þessi. Vandinn er sá að núverandi
ríkisstjórn segist fara frá ef Alþingi fellir Icesave. Þessi
tenging er ósvífin og heimskuleg en staðreynd. Þess vegna ...
Jóhannes Jónsson
Lesa meira
Ég er einn þeirra sem "telja að Íslendingar eigi ekki annarra
kosta völ en skrifa undir afarkosti Icesave samninganna." Það eru
tvö mál sem þvælast endalust fyrir mikilvægari úrlausnarefnum bæði
á Alþingi og hjá embættismannaliðinu: Icesave og Evrópubandalagið.
Það er löngu ljóst hvernig þeim málum mun lykta: Við verðum að
standa við Icesave-samninginn (og viðurkenna að Davíð og
víkingarnir höfðu okkur að fíflum) og við munum kolfella
Evrópubandalagssamning ef málið kemst nokkurn tíma svo langt. Sem
sagt: eyðsla á dýrmætum tíma (og peningum). Þeirri tilgátu var
gaukað að mér að ...
Þorvaldur Örn
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum