ERT ÞÚ TRYPPIÐ ÖGMUNDUR?

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, tók til máls í gær á Alþingi að svara Þorgerði Katrínu, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, sem vísað hafði til samþykktar Samfylkingarfélagsins í Garðabæ um að stjórnarliðið yrði allt að "ganga í takt" í Icesave málinu. Árni Þór svarar í þinginu í gærmorgun, samkvæmt vefsíðu Alþingis, og sagði m.a.: "... Það verður að segjast eins og er að það skiptir öllu máli í þessu efni...að það sé gengið vel og örugglega áfram, og það er engan bilbug að finna á stjórnarflokkunum í þessu efni. Það eru vel rekin tryppin á þeim bæ..."
Ert þú tryppið Ögmundur? Er Árni Þór Sigurðsson kúskur flokksins? Ég sem gekk til liðs við þennan flokk vegna þess að ég deildi skoðunum með þér og fleira fólki á svipuðu róli? Þar var ekki Árni Þór neitt sérstaklega. Hafði reyndar aldrei haft neina skoðun á því hvar hann væri staddur í þessu litrófi - nema hvað ég veit að hann var varaþingmaður Samfylkingarinnar á fyrstu árunum. En nú verð ég hugsi.
Kv.
Sveinbjörn Jónsson

Fréttabréf