HAFNIÐ ICESAVE KÚGUNINNI

Hafnið Icesave kúguninni Ögmundur, við skuldum ekki Icesave. Enginn, ekki færustu lagaprófessorar, hafa getað vísað í nein lög sem gera íslensku þjóðina og ríkissjóð Íslands ábyrgan fyrir Icesave, ekkert frekar en bresku og hollensku ríkissjóðina og þjóðirnar. Bretar og Hollendingar fóru með eftirlit bankans í þeirra löndum ekki síður en við og eru jafnsekir fyrir mistökunum. Það er ekki ykkar að velja hvort við verðum pínd inn í þrælasamning að ólöglegri kröfu Evrópubandalagsins, Breta og Hollendinga. Það er ekki ykkar, Breta eða Hollendinga að ráða því að tekin séu af okkur þau sjálfsögðu mannréttindi að verja okkur fyrir dómi. Sigurður Líndal og fjöldi lögspekinga hefur neitað lagalegri ábyrgð okkar fyrir Icesave. Og siðferðileg skylda okkar er ENGU STÆRRI en Breta og Hollendinga sjálfra og Evrópubandalagsins í heild sinni. Hafnið þessari nauðung. Haldi Bretar og Hollendingar sig hafa löglega kröfu á ríkissjóð munu þeir sækja okkur fyrir dómi. Það vilja þeir þó ALLS EKKI vegna þess að þeir vita að Icesave krafan er ólögleg kúgun. Við fórum eftir EVRÓPULÖGUM,  EES lögum sem segja skýrum orðum að EKKI MEGI gera ríkissjóði landa ábyrga fyrir innlánstrygginum hafi yfirvöld framfylgt lögunum eins og við gerðum. Þeir vilja að við gjöldum laga þeirra sem gerðu ekki ráð fyrir allsherjar-bankahruni heils lands. Þeir vita að ef þeir geta ekki gert okkur sek í hugum fólks muni fólk gera áhlaup á alla banka í Evrópu. Þeir vita að EKKERT land getur staðið undir allsherjar-bankahruni. Þeir vita upp á sig sökina, enda búnir að endurskrifa lögin og ætla aftur á bak með ólöglega kröfu á okkur. Og aum íslensk stjórnvöld vilja ekki hafna nauðunginni. Og Jóhanna Sig. hótar enn vetrarfrosti og öllu illu ef við ekki borgum reikning sem við skuldum ekki. Glæpur út af fyrir sig. Hafnið þrælasamningi gegn litlum börnum og ófæddum börnum, foreldrum og gamalmennum þessa lands ef þið ekki viljið að allir flýji. Hafnið Icesave alfarið og hættið að ræða þessa upplognu skuld í Alþingi. Rukkið aðalskuldara Icesave, Björgólf Thor Björgólfsson Londonbúa og haldið okkur utan við Icesave. Og svo ég noti gömul orð Steingríms Joð: Það eru gungur og druslur sem ekki standa í lappirnar gegn yfirgangi. Ykkur hefur ekki verið hótað lífláti og ykkur verður því ALDREI fyrirgefið ef þið ætlið að hleypa óendanlegri nauðunginni í gegn til að Jóhanna og co. getið dregið okkur niðurlægð inn í Evrópusambandið til óvinanna Breta og Hollendinga og til að þið getið haldið vinstri stjórn. Það yrði ekki löng vinstri stjórn, Ögmundur. Við látum ekki fara svona með okkur.
ElleE

Fréttabréf