LÝÐRÆÐIÐ ER LYKILATRIÐIÐ
Hrós fær sá sem hrós á skilið. Og í þetta sinn færð þú það,
Ögmundur. Fyrir að standa við sannfæringu þína og að hafa styrk til
að vera sjálfum þér samkvæmur. Betur væri að fleiri þingmenn og
ráðherrar gerðu það sama. Ég er sjálfur sannfærður um það að ef
kreppan verður ekki sá steinn sem hleypir af skriðu sjálfsskoðunar
og umbóta í okkar þjóðfélagi, þá muni fara illa fyrir okkur,
hvernig sem okkur mun reiða af efnahagslega eftir síðustu áföll.
Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds, vönduð, fagleg og
óháð stjórnsýsla, gegnsæi og fagleg vinnubrögð við val á
einstaklingum í opinber störf og virkt lýðræði eru lykilatriði.
Efling frjálsrar og óháðrar fjölmiðlunar er líka lífsnauðsynleg.
Það er sorglegt að allt þetta tal um peninga og skuldir hefur
drekkt umræðunni um raunverulegar þjóðfélagsumbætur og
kerfisbreytingar. Hvar er umræðan um stjórnlagaþing ?
Bestu kveðjur,
Þórhallur Pálsson