MINNIR Á SKÖMMTUNAR-NEFNDIRNAR
Sæll Ögmundur.
Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir heiðarleikann og koma fram
fyrir okkur eins og þú ert klæddur en það verður nú ekki sagt um
alla samflokksmenn þína. Ég batt miklar vonir við unga Dalabóndann
sem lofaði góðu í byrjun en lærði fjótt sem fjárbóndi að
forystukindin fer fremst og hinar rölta á eftir í takt.
Margt er gott sem þið hafið fram að færa en niðurskurðurinn er allt
of lítill og ekki tekið af á réttum stöðum. Gæluverkefni svo sem
styrkir til stjórnmálaflokka máttu hverfa 1-2 ár og ná þar í 400
milljónir hvert ár, listamannalaun mátti alveg þurrka út og verja
því fé til öryrkja og svo mætti lengi telja. VG standa fyrir
velferð fólksins og harður niðurskurður í stað hagsmunapots við
útdeilingu í Fjárlaganefnd minnir um margt á skömmtunarnefndirnar
um 1950 þegar réttur litur varð að vera á mönnum til að fá að kaupa
bíl sem dæmi. Ekki er minnst á verkalýðsfélög sem munu bregðast
hart við á næsta ári og BSRB einnig.
LHS þarf að skera svo skart viður að fáir læknar verða þar eftir
við störf enda vantar hundruði lækna til nágrannalandanna á
topplaunum og því þurfum við ekki nýtt hátæknisjúkrahús. Það vill
nefnilega gleymast hjá læknum að þegar þeir hafa lokið 5 ára námi
sem almennur læknir taka við önnur 5 ár í sérfræðinám og ekki
fjarri lagi að skuldir hvers um sig við LIN sé 80-100 milljónir í
námslánum fyrir utan að lifa.
Þór Gunnlaugsson