NIÐURSKURÐUR Í MENNTUN: ÁVÍSUN Á STÉTTA-SKIPTINGU
Sæll Ögmundur.
Eg hef stutt vg, og þig í mörg ár en ég vil impra á einu atriði
varðandi þessi lög um framhaldsskólana. Við viljum bera okkur saman
við Norðurlöndin og standa jafnfætis þeim en á sama tíma og margir
Íslendingar eru atvinnulausir, búa við skert laun og vinnuframlag
eða eru flúnir land svo þeir geti greitt skuldir sínar. Þá eru
margir að reyna að byggja sig upp, klára óklárað nám eða bæta við
sig þekkingu á meðan allt er í lægð. Forseti Finnlands var spurður
að því um daginn hvað væri leyndarmálið að baki finnskri velmegun,
svarið var einfallt: Menntun, menntun og meiri menntun.
Því finnst mér RANGT og ég styð það ekki að draga saman seglin í
menntun og koma á stéttaskiptingu, þar sem þeir sem hafa meira á
milli handanna hafi tök á að mennta sig. I velferðasamfélögum
Norðurlandanna t.a.m Finnlandi fá nemendur greitt fyrir að vera í
skóla. Við erum að stíga skref aftur á við þegar við eigum að vera
byggja okkur upp, ég tel engan sparnað í því að koma á svona
stéttaskiptingu og þetta er ekki í anda þess VG sem ég kaus.
Móses Helgi Halldórsson