ÞIÐ HAFIÐ BRUGÐIST!
Blessaður Ögmundur.
Þvi miður verð ég að segja að vonbrigði mín með störf ykkar Vinstri
Grænna og Samfylkingar eru gríðarleg. Ég studdi það að skipt yrði
út hér í vor en þið hafið ekki staðið ykkur sem skyldi. Það er mín
skoðun að þið hafið svikið þjóð ykkar, logið ykkur inn á þing og
til þess að átta ykkur á þvi hvað ég er að fara þurfið þið ekki
annað en að hlusta á upptökur frá kosningabaráttunni í vor, og lesa
birtar greinar í öllum blöðum. Þið hafið algjörlega brugðist
heimilunum í landinu og geri ég fastlega ráð fyrir þvi að sá dagur
muni koma að þið munið gjalda fyrir það dýru verði.
Þið kallið ykkur velferðar stjórn en hvaða velferðarstjórn gerir
þegnum sínum ókeift af lifa ? hvaða velferðarstjórn gerir börnum
þessa samfélags það að geta ekki nærst eðlilega, hafa ekki efni á
mat í skólum og geta ekki tekið þátt í félagslífi? hvaða
velferðarstjórn hefur ákveðið að þeir sem ekki hafa aur milli
handanna geta ekki sótt rétt sinn fyrir dómi? hvaða velferðarstjórn
er það sem leggur álögur á rafmagn og hita ofan á allt annað sem
hefur verið lagt á heimilin með þeim afleiðingum, ( ég fullyrði að
það mun koma ) að fólk geti ekki hitað upp húsin sín eða haft
rafmagn. Þið eruð engin velferðar stjórn þið eruð samansafn
eiginhagsmuna sinna sem vinna fyrir þá sem fjármagna flokkana
ykkar.
Steinar Immanúel Sörensson