ÝTIR UNDIR SVARTA ATVINNU-STARFSEMI?

Sæll.
Ég var að hlusta fréttirnar og heyrði þar talað um að þið í stjórnarflokkunum væru búin að samþykkja nýjar reglur í sambandi við atvinnuleysistrygginasjóð. Það var eitt atriði sem ég hnaut um að það fjallaði um okkur einyrkjana þar sem við verðum að skila inn VSK númeri til að fá bætur, nú er það þannig að við eigum rétt á bótum án þess að skila inn VSK númerinu og hef ég talið það til bóta. Ef að þessi nýja regla verður innleidd þá má fastlega reikna með aukinni svartri atvinnustarfsemi vegna þess að menn taka ekki séns á því að missa bæturnar fyrir tveggja til þriggja daga vinnu í viku. Það væri nær að herða viðurlög við því ef menn væru að misnota kerfið eins og það er í dag. Ég hef heldur ekki heyrt nein rök fyrir þessari breytingu þú gætir kanski upplýst mig.
kv.
Viðar Magnússon

Þakka þér béfið. Gott að fá þessi sjónarmið fram. Ég hef grun um að þetta sé hugsað sem hluti af strangara eftirliti en það er rétt hjá þér að menn þurfa að skoða málið frá öllum hliðum.
Kv.
Ögmundur

Fréttabréf