SNÝST UM TRAUST
...Ég treysti þér til hreinskilinna svara. Er nú samt búin að
kynna mér málið það mikið að ef að "icesave" er ekki samið um eru
"skuldbindingar Íslendinda" í sínum eigin banka farnar. Ekki
satt?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
...Ég treysti þér til hreinskilinna svara. Er nú samt búin að
kynna mér málið það mikið að ef að "icesave" er ekki samið um eru
"skuldbindingar Íslendinda" í sínum eigin banka farnar. Ekki
satt?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
...Við leituðum hingað á sínum tíma til að forðast ofríki og
yfirgang höfðingja og konunga, höldum því vörð um sjálfstæði okkar
og látum ekki kúga okkur til eins eða neins. Hvað höfum við lært af
okkar ástkæra landi? Já, hvað hefur þetta fósturland kennt okkur
frá landnámi? Þetta land íss og elda hefur fóstrað okkur vel og
kennt okkur þrautseigju, áræðni, þor, umhyggju og trú á eigin styrk
og gefið okkur lífshamingju. Hvað er hægt að biðja um meira? Við
erum mótuð af þessu landi okkar sem við elskum og dáum og viljum
hvergi annarstaðar vera. Sýnum núna hvað í okkur býr og öxlum
ábyrgð á lífi þjóðar okkar allir sem einn og stöndum sem klettur út
í ballar hafi og gefum okkur hvergi sama hvernig gefur á í lífsins
ólgu sjó. Við erum jákvæð, lærdóms- og kærleiksrík þjóð. Áfram
Ísland, áfram Íslendingar! ...
Guðmundur Y Hraunfjörð
...og það er engan bilbug að finna á stjórnarflokkunum í þessu
efni. Það eru vel rekin tryppin á þeim
bæ..."
...Ert þú trippið Ögmundur? Er Árni Þór Sigurðsson kúskur
flokksins? Ég sem gekk til liðs við þennan flokk vegna þess að ég
deildi skoðunum með þér og fleira fólki á svipuðu róli? Þar var
ekki Árni Þór neitt sérstaklega. Hafði reyndar aldrei haft neina
skoðun á því hvar hann væri staddur í þessu litrófi - nema hvað ég
veit að hann var varaþingmaður Samfylkingarinnar á fyrstu árunum.
En nú verð ég hugsi.
Sveinbjörn Jónsson
70% þjóðarinnar er á móti kvóta, 70% á móti frekari stóriðju,
70% á móti inngöngu í ESB og 70% á móti Icesave-samningnum. VG
hefur talið sig lýðræðissinna og barist fyrir þjóðaratkvæði í
stórum málum. Nú er kjörið tækifæri. Á heimasíðu InDefence er verið
að safna undirskriftum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Af hverju þarf
lýðræði alltaf að bíða? Hér er aðgangurinn...
Hreinn K
...Það er ekki ykkar að velja hvort við verðum pínd inn í
þrælasamning að ólöglegri kröfu Evrópubandalagsins, Breta og
Hollendinga. Það er ekki ykkar, Breta eða Hollendinga að ráða því
að tekin séu af okkur þau sjálfsögðu mannréttindi að verja okkur
fyrir dómi. Sigurður Líndal og fjöldi lögspekinga hefur neitað
lagalegri ábyrgð okkar fyrir Icesave. Og siðferðileg skylda okkar
er ENGU STÆRRI en Breta og Hollendinga sjálfra og
Evrópubandalagsins í heild sinni. Hafnið þessari nauðung. Haldi
Bretar og Hollendingar sig hafa löglega kröfu á ríkissjóð munu þeir
sækja okkur fyrir dómi. Það vilja þeir þó ALLS EKKI vegna þess að
þeir vita að ...
ElleE
Til að gera langa sögu stutta þá er það orðið nokkuð ljóst að
kosningar til þings munu sjá dagsins ljós mun fyrr en reiknað hefur
verið með. Eins og fram hefur komið áður í skrifum mínum er ég
brottfluttur sjálfstæðismaður og sem slíkur er kannski ekki auðvelt
að taka sér bólfestu í baklandi stefnu sem þinn vettvangur boðar.
Ég er hins vegar meðvitaður þeirrar staðreyndar að hugur minn er
sannfærður og þar af í framhaldi mun ég ótrauður tjá mig á þeim
nótum. Framundan eru átök sem munu eflaust setja mark sitt á
flokkinn. Einstaklingar munu kljást ...
Óskar K Guðmundsson, fisksali
Ég var að hlusta fréttirnar og heyrði þar talað um að þið í
stjórnarflokkunum væru búin að samþykkja nýjar reglur í sambandi
við atvinnuleysistrygginasjóð. Það var eitt atriði sem ég hnaut um
að það fjallaði um okkur einyrkjana þar sem við verðum að skila inn
VSK númeri til að fá bætur, nú er það þannig að við eigum rétt á
bótum án þess að skila inn VSK númerinu og hef ég talið það til
bóta. Ef að þessi nýja regla verður innleidd þá má fastlega reikna
með aukinni svartri atvinnustarfsemi vegna þess að ...
Viðar Magnússon
Það skortir á það að stjórnin gangi fram af meiri vaskleika. Það
er óþolandi að fulltrúar fjármálahrunsins, Sjálfstæðisflokkur og
Framsókn, ráði ferðinni á þingi aftur og aftur. Það er eins og
þessum flokkum nægi það ekki að sjá þjóðina liggjandi reyna rísa á
fætur heldur verða þeir að sparka í hana aftur og aftur. Þetta
verður stjórnin að stöðva og keyra sín mál áfram. Stjórnin er á
réttri leið í allri málefnavinnu en undalátssemin er ...
Natan
Tvær stuttar spurningar til þín Ögmundur. Jóhanna Sig. segir í
Frbl.27.nóv.2009, að verði Icesave ekki samþykkt sé verið "að koma
í veg fyrir allar þær stórframkvæmdir sem eru á döfinni". Tekur þú
undir þessi stórkarlalegu orð Jóhönnu, sem að mínu mati fela í sér
undarlega samtvinnaða réttlætingu fyrir Icesave og gamaldags
stóriðjustefnu? ...
Pétur Örn
...Það er alltaf jafn dapurlegt að heyra útskýringar Indriða H
aðstoðarmanns Steingríms J um að þetta og hitt sé misskilið í því
sem hann sé að gera og allt rétt sem hann ákveði. Eru menn búnir að
gleyma hans túlkun sem Ríkisskattstjóra á skattskyldu lögaðila
vegna Kárahnjúkavirkjunnar og að Impregilo skyldu greiða opinber
gjöld starfsmanna á virkjunarsvæðinu?? Indirði H kom ekki fram í
fjölmiðlum þegar Hæstiréttur snéri þessu við og ...
Þór Gunnlaugsson
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
Lesa meira„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Lesa meiraKaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Lesa meiraÞað er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Lesa meiraÚtbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Lesa meiraÞví miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...
Lesa meira