AÐ ÞEKKJA EKKI SINN VITJUNARTÍMA
Er ekki komin tími til að láta af þessum einstrengingshætti og
viðurkenna að sök okkar Íslendinga felst í því að hafa látið líðast
það ábyrgðarleysi sem stjórnvöld hafa viðhaft árum og áratugum
saman. Fyrir það á þjóðin skilið ærlega flengingu. Ég sé enga
skynsemi í hegðun þinni varðandi Icesave og finnst sorglegt að
engin skuli leggja þér lið út úr þeim ógöngum. Það er dapurlegt
þegar stjórnmálamenn skynja ekki sinn vitjunartíma. Blessaður
reyndu að stilla þig og snúa þér að nýjum verkefnum meðan heilsan
leyfir.
Kristjón Sigurðsson