ÁTÖK FRAMUNDAN

Ekki mun nokkrum manni blandast hugur um að vog siðferðisvitundarinnar hefur svo sannarlega ekki hlotið löggildingu. Alþingi hefur kallað fram mjög svo hörmulegan gjörning, að hvergi mun hægt að drepa niður fæti til samjöfnunar. Ljóst er undirrituðum að allmargir þingmenn stjórnarflokkanna höfðu þegið sakramentið áður en knallið hófst, og virtist tunguvefjan marga þeirra nánast ofurliði bera. Marshall virtist á tímabili birtast í fyrstu sem aðstoð, en góð nálgun fjaraði út enda búið að leggja þær línur sem þykja þurfti. Ég legg þunga áherzlu á, að framundan eru átök svo um munar og þá er gott að vera í liði því sem hefur á að skipa löggiltum eftirlitsaðilum voga siðferðisvitundarinnar.
Kveðja,
Óskar K Guðmundsson, fisksali

Fréttabréf