Fara í efni

BETL?

Algjörlega ósammála þér um ferðina til Haag og framgöngu forsetans. Að ein ríkasta þjóð heims fari enn einu sinni að betla meiri afslátt á skuldum sínum er ekki stórmannlegt. Að forsetinn sé með ómálefnalegt væl á alþjóðavettvangi um einelti segir meir um málefnalega stöðu hans en eðlilega kröfu Hollendinga og Bretu um að við stöndum við margyfirlýstar skuldbindingar okkar. Sem okkur ber siðferðileg skylda til!
Ólafur Guðmundsson

Þakka þér bréfið Ólafur. Svo er að skilja að þér finnist hafa verið komið fram við íslenska skattgreiðendur af réttvísi og sanngirni. Það finnst mér ekki og þar af leiðandi fráleitt að tala um betl af okkar hálfu! Það er undarlegt þegar stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk og fjölmargir aðrir taka upp hanskann fyrir Ísland erlendis, að heyra svona tal hér á landi. Ég stóð í þeirri meiningu að Íslendingar myndu fagna því ef málin opnuðust að nýju og við gætum betur tryggt okkar hagsmuni.
Ögmundur Jónasson