DÝRKEYPT STJÓRNAR-SAMSTARF?

Sæll Ögmundur og takk fyrir þína stöðugu og drengilegu baráttu. Af mörgum fréttum og atburðum undangenginna daga, vikna og mánuða langar mig til að staðhæfa að samflot VG með Samfylkingunni mun reynast VG dýrkeypt, ef svo heldur fram sem horfir. Blind sérhagsmunagæsla margra forustumannanna, í dansinum með vörslumönnum græðgis-kapítalismans er orðin nokkuð augljós þokkalega gefnu fólki. Mér virðist það vera einbeittur vilji Steingríms að kljúfa frekar flokkinn, en leita sátta. Kannski hann dreymi um að verða formaður Samfylkingarinnar? Samfylkingin er sérhagsmuna-tengdur ný-frjálshyggjuflokkur í anda evrópu-kratisma Blairs og co. Meðan ýmsir forustumenn VG dansa með þeim trylltan dans og drekka stöðugt úr kaleik þeirra með kink á kolli, þá verður okkur mörgum það að spurn, hvort Steingrímur sé ekki orðinn svo blindur og drukkinn af kinki sínu með Samfylkingunni að hann ætti frekar heima þar innanbúðar í koju?
Pétur Örn Björnsson

Fréttabréf