Fara í efni

FJÁRMÁLAKERFI ESB SKELFUR

Sæll Ögmundur .
Ég vil fyrst byrja á að þakka þér fyrir svör við ummælum Reinfeld forsætisráðherra Svía um að þeir hafi tekið að sér handrukkun því ummæli hans voru nákvæmlega þannig og ekki batnar að sjá á Bloomberg fréttaveitunni að við mætum kulda við að hrófla við samningunum frá Hollendingum og Bretum. Gott og vel látum þjóðina hafa síðasta orðið og hættum öllu þjarki við þá og þeir geta þá fengið Landsbankann eins og hann leggur sig eða farið í mál. Efta dómstóllinn telur Neyðarlögin standa svo að við þurfum ekki að kvíða því. Lífeyrissjóðirnir okkar eiga hundruð milljarða erlendis og gætu komið til hjálpar ef þeir fengju viðunandi langtímavexti á móti hjá Ríkissjóði og hætt með AGS. Hinsvegar skil ég alls ekki þetta hjónaband við Samfylkinguna sem er að troða okkur inn í ESB og kanski mætti nota sömu þjóðaratkvæðagreiðsluna og spyrja okkur álits og sjá útkomuna. Þá væri ekki úr vegi að allur þingflokkur Samfylkingarinnar fari til Grikklands og ræði við þingmenn þar vegna þess að það er að falla og næst kemur Portugal og svo Spánn vegna Evrunnar. Samkvæmt Bloomberg skelfur allt fjármálakerfið á evrusvæðinu þar sem fall eins hefur áhrif á hin og Bretar eru enn með sitt pund og þar er hverri verksmiðjunni á fætur annarri lokað. Boch tilkynnti í dag lokun sinnar veksmiðju 2011 Saab verður lokað og fleiri koma á eftir. Hvað á þá að gera við yfir 25.000 starfsmenn ESB sem hafa ofurlaun og fríðindi?
Þór Gunnlaugsson