HANDRUKKARAR
Er það ekki nokkuð langt gengið að saka sænsk yfirvöld um að
vera handrukkara og að það komi frá stjórnarþingmanni. Ég veit ekki
annað en að þessi þjóð hafi komið fram við Íslendinga af rausn og
háttsemi. Mér er minnisstæð aðstoð Svía í Vestmannaeyjagosinu sem
var einstæð. Við verðum að líta í eigin barm og átta okkur á að við
höfum unnið tjón á fólki í öðrum löndum og bæta þeim tjónið.
Kosturinn fyrir okkur Íslendinga er sá að við erum borgunarmenn
fyrir skuldum okkar.
Pétur
Þakka bréfið Pétur. Stuðningur vegna Vestmannaeyja-gossins
er varla syndaflausn fyrir Svía í Icesave ef það er
rétt að þeir gangi erinda ESB einsog ég geri skóna. Fróðlegt væri
að kanna bankaumsvif og fjármálahagsmuni Svía í Eystrasaltsríkjunum
og tilraunir þeirra að fá ESB stuðning við hagsmuni sína þar. Um
þetta hefur verið fjallað. Ég skora á fjölmiðla að fara í saumana á
þessu.
Aftur að þínu bréfi Pétur. Þér finnst of langt gengið
af "stjórnarþingmanni" að skrifa eins og ég geri um sænsku
stjórnina (sem ég aðgreini frá sænsku þjóðinni). Ég hef sömu skoðun
í þessu efni hvort sem ég sytyð ríkisstjórn Íslands eða er henni
andvígur. Annað hvort ganga sænsk stjórnvöld erinda
andstæðinga okkar eða ekki, óháð því hver ég er eða hvað ég
geri.
Íslendingar borga sínar skuldir. Það hefur aldrei staðið annað til.
Við viljum hins vegar ekki láta þvinga okkur til að greiða það sem
okkur ekki ber að greiða.
Ögmundur