Fara í efni

ÍSLENSKU LAGARÖKIN UPP Á BORÐIÐ!

Blessaður Ögmundur.
Ég hef verið frekar hlynnt að gera samkomulag um innlánsreikninga Björgólfs-feðganna í Hollandi og Bretlandi, en í morgun runnu á mig tvær grímur. Ég las merkilega grein eftir tvo lögmenn í Morgunblaðinu. Greinin er mjög skýr og mennirnir rökfastir.  Mér finnst nauðsynlegt að ríkisstjórnin sem þú styður, þínir menn eins og Steingrímur Sigfússon, Svavar Gestsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, Indriði Pálsson, og svo lögfræðingarnir sem héldu fram lagarökum okkar Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum svari grein tvímenninganna. Það er nauðsynlegt til að við almennir kjósendur getum gert upp hug okkar. Við erum mörg sem erum orðin svolítið þreytt á þeim belgingi sem einkennir umræðuna. Lagarök íslensku samninganefndarinnar á borðið, takk.
Jóna Guðrún