Fara í efni

SVÖRIN Í FJÖLMIÐLUM

Sæll Ögmundur. Í grein í Fr.bl.14.jan.2010 skrifar Sigurður Líndal um Icesave málið. Hann undrast eins og flestir Íslendingar hvað valdi síendurtekinni yfirlýsingagleði "Norðurlandahöfðingja" um að "Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar" án þess þó að þeir útskýri af hverju. Og yfirlýsingagleði þeirra heldur enn áfram eftir að heimsókn SJS í herbúðir þeirra lauk. Í niðurlagsorðum greinarinnar óskar Sigurður því eftir útskýringum SJS: "Nú birtast á hverjum degi greinar og viðtöl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuldbindingar hvíli á Íslendingum til að greiða Icesave-skuldirnar. En viðbrögð frá Norðurlöndum eru sem fyrr órökstuddar fullyrðingar um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Kannski Steingrímur fjármálaráðherra bæti úr og færi okkur röksemdir viðmælenda sinna." Þar sem SJS er vanur að beita svipaðri taktík og höfðingjar Norðurlanda, þá varpa ég þeirri spurningu til þín Ögmundur hvort þú vitir eitthvað um röksemdir -eða röksemdaleysu- sem hvíla í hugskoti SJS eftir heimsóknina til höfðingjanna?
Pétur Örn Björnsson

Sæll. Þakka þér bréfið. Læt fjármálaráðherra um að svara fyrir sig. Það hefur hann gert í fjölmiðlum.
Kv.
Ögmundur